Það sem gríman felur.

Á mínum verstu dögum ert þú þarna. Þú nennir ekki að labba þannig þú hangir aftan á bakinu á mér, mér finnst þungt að hafa þig þarna, stundum á ég erfitt með að standa upp úr rúminu. Hvert skref sem ég tek er erfiðara afþví ég þarf að bera þig líka. Hjartað mitt slær fastar og hægar, mér liður eins og það sé að brotna smátt og smátt, er það hægt?

Þú hvíslar í eyrað á mér að ég sé ekki nógu góð, að það muni aldrei neinn elska mig fyrir mig sjálfa, settu upp grímu segiru, það nennir enginn að hlusta á vælið í þér.. því það er það eina sem þetta er.. einhver væll.

Það veit enginn af þér nema ég, enda get ég ekki sagt fólki frá þér.

,,þetta er bara tímabil”.

,,hristu þetta af þér”.

,,rífðu þig bara upp úr þessu”.

Þú ert alltaf þarna, pikkandi og potandi í mig. Þú dregur mig niður, mig langar bara liggja núna og ekki hugsa út í neitt.

Á kvöldin tekuru þér smá pásu og ferð af bakinu á mér.. en þá stekkur vinkona þín strax á, hún er svolítið öðruvísi.

Hjartað mitt slær hraðar og fastar, er ég að fá hjartaáfall? Þetta getur ekki verið eðlilegt. Ég byrja svitna og mér finnst eins og hálsinn sé að lokast, ætli þetta sé bráðaofnæmi? Borðaði ég eitthvað sem ég mátti ekki?

Hún spyr mig afhverju ég er ekki búin að klára allt sem ég átti að gera í dag. Hún minnir mig líka á það þegar ég mismældi mig, hún segir mér að það munu pottþett allir eftir því og séu hlæjandi að mér.

Nei ekki fara sofa segir hún, það er svo miklu meira sem ég þarf að minna þig á, svo mikið meira sem við þurfum að of hugsa.

Þið eruð rosalega ólíkar en vinnið vel saman. Til dæmis þegar ég gerði ekki heimavinnuna í stærðfræði í 8.bekk. Þu sagðir að ég væri heimsk, vinkona þín sagði mér svo að ég þyrfti að klára þetta annars myndi ég líta ut eins og fífl fyrir framan bekkinn á morgun. En þú varst svo fljót að minna mig á að ég myndi hvort er aldrei ná þessu.. svona gekk þetta allt kvöldið þar til ég sofnaði.

Ég leitaði mér aðstoðar. Taktu þessi lyf.. virka þau ekki, prufaðu þá þessi.. ekkert en? Prufum að hækka skammtinn. Viltu tala um vandamálið? Því miður tíminn er búinn.

Ég veit það er mörgum sem líður svona, en afhverju finnst mér eins og ég sé ein ? Afhverju held ég að enginn myndi skilja?

Þegar ég er með ykkur virðast dagarnir aldrei ætla taka enda, vonleysið og spurningarnar.. af hverju ég?

Dagarnir með ykkur eru færri en þeir voru í byrjun og ég veit að einn daginn mun ég aldrei hitta ykkur aftur. Þið kannski reynið að koma í heimsókn en ég mun ekki svara.

Ég veit þetta afþví ég er sterkari en þið.


Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: