10 staðreyndir um mig – Sigrún Ásta

2015-12-13 23.39.20

Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að vita „öðruvísi“ staðreyndir um fólk, þannig ég les alltaf þegar einhver skrifar svoleiðis færslu, status eða hvaðeina. Jafnvel þótt ég þekki manneskjuna ekki neitt. Stelpurnar mínar hérna á blogginu eru nokkrar hverjar búnar að skrifa svona færslu, og mig langaði að fá að vera með. Þannig voila, hérna eru 10 staðreyndir um mig.

  1. Ég er með ofnæmi fyrir beljum. Það kemur sér einstaklega illa verandi fædd og uppalin í sveit, og í þokkabót held ég mikið uppá beljur.
  2. Ég hræðist fátt meira en hrossaflugur.
  3. Uppáhaldsdýrið mitt er letidýr. Já og kettir.
  4. Ef ég gæti borðað bernaisesósu með öllu (já, pulsu, ís, pítsu, bara segðu það) þá myndi ég gera það. Ég er samt ekki viss um að maðurinn minn og þjálfari væru neitt sérstaklega ánægð með það.
  5. Ég set oregano og/eða hvítlauk í allt sem ég elda.
  6. Ég er mjög mikil handavinnukelling og finnst þannig gaman að prjóna, hekla, sauma o.s.frv. En ég kann samt ekkert að hanna þannig ég fer bara eftir uppskriftum.
  7. Ég hef tvisvar farið til Færeyja og tel mig vera orðin þokkalega góða í því að skilja bæði skrifaða og talaða færeysku.
  8. Ég er ekki hrifin af því að vera í sokkum. Sumar/margar konur rífa sig úr brjóstarhaldaranum þegar þær eru komnar heim. Ég fer úr sokkunum.
  9. Pixels (Adam Sandler myndin) er fyndnasta mynd sem ég hef séð.
  10. Ég tek flokkun rusls og endurvinnslu mjög alvarlega. Þannig langar mig að eignast klósett sem notar vatn í staðinn fyrir pappír til að þrífa og þurrka.

Ég vona að þið hafið haft jafn gaman að því að lesa þetta og mér þótti að skrifa þetta, en svona kynnist maður fólki!

mæður