Bókahorn Mæðra.com – #2

Áhugasvið mitt er virkilega breitt. Ég hef mikinn áhuga á lestri ævintýra og skáldsagna, ásamt því að vera með brennandi áhuga á pólitík. Þrátt fyrir það hefur mér ekki tekist að finna bók eða bókaraðir sem nær að blanda þessu tvennu saman á grípandi hátt. Mér þykir það oftast verða þröngvað og gervilegt (af því að skáldsögur eru ekki gervi).

Ég hef, eins og allir ættu að gera, hámhorft á Game of Thrones, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég taldi að það væri nóg og ætlaði ekkert að vera að lesa bækurnar, jafnvel þótt að það sögðu allir að bækurnar og þættirnir væru að miklu leyti tvær mismunandi sögur. „Það getur ekki verið svo mikill munur.“

Svo ákvað ég að loksins að taka af skarið og lesa fyrstu bókina. Ég gæti þá ákveðið hvort ég vilji lesa áfram eða ekki, og ég hef ekki lagt bókina frá mér síðan. Eða svona eins lítið og heimavinnandi húsmóðir kemst upp með. Ég gjörsamlega sogaðist inn í Westeros og nágrenni og vil helst ekki koma til baka.

got1

Sagan er í raun margar sögur sagðar út frá sjónarhorni aðalsborna einstaklinga í GoT heiminum. Þannig eru hliðar barnanna sagðar með ákveðnum barnslegum hætti, saga vonda karlsins sögð með ákveðinni grimmd o.s.frv. Með tímanum tvinnast saman sögur þeirra með stríðum, ástum, loforðum og svikum. Maður finnur til með flestum, hvort sem þeir eiga það skilið eða ekki.

Þannig er bókin virkilega vel skrifuð og sett upp á óvenjulegan en skemmtilegan hátt. Þrátt fyrir að sagan sé á mörgum köflum virkilega ljót er hún aldrei skrifuð á þann hátt að manni bregður og vilji leggja bókina frá sér. Hver kafli hefur sitt hlutverk og er lítið sem ekkert um óþarfa langar frásagnir, en mér finnst allt sem kemur fram þjóna einhverjum tilgangi í stóra samhenginu.

Bókin fæst hér á íslensku

mæður