ILMOLÍUR // KOSTIR

 

Ilmolíur hafa verið mjög vinsælar síðustu ár og hafa verið í notkun í mörg þúsund ár.
Flestir nota dropana í ilmolíulampa og aðrir fyrir hársprey gegn lús, sprey fyrir fatnað og rúmföt, herbergissprey og marg fl.
Ég sjálf nota mikið ilmolíulampa og nota olíurnar einnig mikið í þrif og á líkamann.

Mig langaði að deila með ykkur olíur sem ég nota mikið heima, hvað ég nota þær í og hvað þær gera fyrir okkur.

39113348_237456463641514_3202588032649658368_n

Tea tree – Tea tree olían kemur frá Ástralskri plöntunni melaleuca og er sótthreinsandi, hún er því mikið notuð á sýkingar á húð. Ég hef alltaf notað tea tree olíu á bólur og andlitsvesen og það hefur virkað fyrir mig, set bara olíudropa í bómul og ber á vandræðasvæðið. Einnig notaði ég mikið tea tree olíur í þvottinn þegar ég var með fjölnota bleyjur á Óla, sótthreinsandi og kom æðisleg lykt í bleyjurnar.
Ég nota ennþá þessa olíur í þvott og þá aðallega handklæði, tuskur og rúmföt.

Kostir Tea tree olíunnar:

•  Vinnur gegn slæmri húð (bólum)
•  Hjálpar við þurrk á höfði
•  Vinnur gegn bakteríum og húðsveppum
•  Hjálpar við að losna við höfuðlús

Lavender – Þessi olía er held ég mest notuð í dag. Ég nota þessa aðallega barnafataþvottinn en nota hana líka í þrif stundum.

Kostir Lavender olíunnar:

•  Minnkar kvíða og stress
•  Er notuð mikið við brunasár og önnur sár
•  Bætir svefn
•  Notað sem verkjastillandi
•  Léttir á höfuðverk

Lemon – Lemon olían er uppáhalds þegar kemur að þrifum, ég nota hana alltaf í lampann þegar ég er að þrífa og nota hana mikið í þrif og sem svona baðherbergisilm, fyrir það set ég nokkra dropa í sprey brúsa, vatn og sirka tsk matarsóda, hristi vel og spreyja þegar þarf.

Kostir Lemon olíunnar:

•  Vinnur gegn ógleði/morgunógleði
•  Bætir meltingakerfið
•  Vinnur vel á skemmdum á húð (eftir sól t.d)
•  Hreinsandi fyrir líkama
•  Vinnur gegn hósta

Sandalwood – Þessi olía hefur verið uppáhaldið mitt í langan tíma, lyktin er mjög róandi og er góð fyrir andlega heilsu. Nota hana mjög mikið í lampann á kvöldin og finnst það róa mig niður eftir daginn. Einnig er hægt að nota hana á líkama fyrir góða lykt, t.d setja nokkra dropa í lyktarlaust rakakrem og bera á líkamann. Eða bara olían beint á úlnlið og háls fyrir góða lykt.

Kostir Sandalwood olíunnar:

•  Hefur róandi og slakandi áhrif
•  Af því hún er svo róandi þá er talið að hún hjálpi við minningstapi
•  Eykur kynhvöt karla

Patchouli – Þessi olía hefur verið notuð sem ilmvatn í mörg þúsund ár og margt annað. Ég hef verið að nota þessa mest í lampann og stundum bæti ég við smá sandalwood.

Kostir Patchouli olíunnar:

•  Vinnur á þunglyndi
•  Bætir ónæmiskerfið
•  Náttúrulegur svitalyktareyðir
•  Vinnur gegn hita
•  Styrkir hár
•  Vinnur gegn húðvandamálum (bólur, exem t.d)

Þetta eru þær sem ég nota mest, svo á ég fullt af öðrum sem eru bara notaðar í lampann fyrir góða lykt.

Hvar kaupi ég dropana ?

• Ilmoliulampar.is
• The Body Shop
• Heimkaup.is
• Lyfja

Þangað til næst kæru lesendur ♥

received_21398531562493147890320776528729049.png

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s