VIÐTAL VIÐ 6 ÁRA

Ég tók Óla minn (bráðum 6 ára) í smá “viðtal“.
Tók saman 15 skemmtilegar spurningar og spurði hann, þetta var ótrúlega gaman og hann fór að spurja mig fullt af spurningum eftir þetta.
Skemmtileg leið til að kynnast hvor öðru betur ♡

 

Hvað segi ég oft við þig ? að ég er skemmtilegur
Hvað er ég gömul ? 15 (takk)
Hvað er uppáhalds maturinn þinn ? svona mm kjúklingur eins og í gær og pizza og osta pasta en ekki pasta með sósu
Hvað er uppáhalds liturinn þinn ? svartur (þetta er sonur minn)
Hvað finnst þér gaman að gera með mér ? borða mat
Við hvað vinn ég ? Arnarlax
Hvað er uppáhalds dýrið þitt ? öll dýr
Hvað gerir mig sorgmædda ? sorgmætt krem
Hvað gerir mig glaða ? glaða kremið (ok ha? haha)
Hvað er Villimey gömul ? 19 mánaða (hún verður reyndar 1 árs 24 ágúst)
Hvað finnst þér ógeðslegt ? það er ógeðslegt að vera með sýkla
Hvað er uppáhalds maturinn minn ? ALLT
Hvað er uppáhalds lagið þitt ? crazy lagið sem segir svona *öskrar* LIIIIIFE
Hvað ætlar þú að eignast mörg börn þegar þú ert fullorðinn ? 5 börn
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera ? leika með dótið mitt og fara út

Mæli með að þið takið börnin í smá viðtal, þau elska athyglina!

óli

received_21398531562493142923401123095782349.png