Tjékk-listi fyrir fæðingu| Það sem gleymdist.

Eg gerði lista áður en ég átti yfir öllu sem ég ætlaði að klára fyrir fæðingu, á hinum var t.d hvað ég þurfti að kaupa, þvo fötin af barninu, bílstóll og fæðingartaskan. Hérna eru nokkrir hlutir sem ég vildi að ég hefði skrifað á þennan lista og verða klárlega á þeim næsta!

  • Elda og frysta!! Ég veit ekki af hverju en eftir að ég kom heim gleymdi ég að borða. Það var svo mikill þrýstingur niður eftir allan rembinginn að það var vont að labba, sitja, reisa mig úr rúminu og jafnvel bara fara á klósettið! Þannig það síðasta sem mig langaði að gera á kvöldin var að fara elda. Fyrir næstu fæðingu mun ég elda kvöldmat sem fer í frysti sem ég get svo tekið út og hennt bara inn í ofn.
  • Brjóstapumpa! Flest allir sögðu við mig að ég þyrfti ekkert á henni að halda þannig ég keypti ekki pumpu. Svo fékk ég stálma, mig langaði að grenja! Litla barnið mitt nennti ekki að drekka og náði ekki að losa stífluna sjálf. Við fórum til ljósunar og ég fékk að fara í mjaltavélina og pumpuðu jafn mikið og er í lítilli kók dós.
  • Klæðast fínum fötum. Í alvöru, treystið mér þarna. Eftir að barnið kemur virðist allt sem þú ferð í verða skítugt eða blettótt strax. Ælur, mjólk, mauk bara það sem þér dettur í hug.
  • FRYSTA DÖMUBINDI! Legg ekki nógu mikla áherslu á þetta! Eftir allan þrýstinginn niður við að koma barni í heimin er allt voða þrútið og bólgið þarna niðri og mér persónulega leið eins og allt væri í hakki.
  • Þrýfa, allan þvott, skúra og ryksuga, ganga frá öllu. Þegar þú kemur heim með barnið ertu kannski ekki að fara stökkva strax í heimilisverkin, þá er ofsalega gott að vera búin að klára allt.

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: