Jákvæð líkamsímynd

Þegar ég var ólétt af Óla þá gekk meðgangan ágætlega, ég þyngdist lítið og leið ágætlega. það var ekki fyrr en um seinni part meðgöngunnar þegar ég byrjaði að bæta töluvert á mig og þyngdist þá um rúmlega 20 kg.
Vá hvað mér leið illa eftir meðgönguna og við tók rúmlega 1 ár af baráttu við að komast í fyrra form sem gekk misvel, það var ekki fyrr en eftir 1 árs afmælið hans Óla að ég byrjaði að grennast.
Við tók viss árátta um að grennast meir og meir og var ég orðin frekar horuð á tíma.

Ég kynntist svo Almari og hann spurði mig í hvert skipti sem við hittumst ‘ Ertu búin að borða ? ‘ ég skildi ekki alveg afhverju hann væri alltaf að spurja mig eða afhverju hann væri með einhverjar áhyggjur af hvort ég væri búin að borða og varð oft pirruð yfir þessari afskiptasemi !? en málið er á þessum tíma þá borðaði ég ekkert í 5 daga og gúffaði svoleiðis í mig um helgar.
Er nokkuð viss um að Almar hafi bjargað mér frá verðandi helvíti, við fórum alltaf eftir vinnu og fengum okkur að borða og svo loksins var ég byrjuð að borða reglulega aftur.
Ég byrjaði hægt að rólega að bæta á mig og leið loksins vel með líkama minn, þangað til ég varð ólett af Villimey.

Ég fékk mikla ógleði og borðaði mikið fyrstu vikurnar og þyngdist verulega hratt, fékk mikinn bjúg, grindargliðnun (sem ég er enn að jafna mig á) og varð slæm í húðinni, þannig mér leið alveg hræðilega á þessari meðgöngu.

Ég veit ekki alveg afhverju, en það hefur verið einhver pressa á mér til að fæða barn og vera í drullugóðu formi eftir á, hef kannski pælt of mikið í öðrum konum sem líta svo æðislega út eftir fæðingu og dreg mig sjálfa niður því ég er bara ekki þannig.

Eftir fæðinguna með Villimey þá sagði ég sjálfri mér að gefa líkamanum 1 ár til að jafna sig áður en ég færi í einhverjar öfgar og bara njóta þess að vera með fjölskyldunni minni.

Núna er komið ár síðan ég fæddi og ég er rúmlega 10 kg þyngri en ég var fyrir meðgöngu, ég er með fl slit og slappa húð. En mér líður vel, ég er sátt með mömmu líkamann minn.

Mitt ráð til ykkar í þessum sporum, það liggur ekkert á! Við höfum nægan tíma í að komast í form aftur, en við höfum bara þennan smá tíma með börnunum svona ung.

Að hafa jákvæða líkamsímynd er svo mikilvægt og það tók mig bara 25 ár til að læra að elska líkama minn.

mommusin

received_21398531562493142090832431.png

Ein athugasemd á “Jákvæð líkamsímynd

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s