AFTUR Í SKÓLA!

Núna er fyrsta vikan í hárgreiðslunáminu í tækniskólanum að ljúka.

Stundataflan mín er mjög þæginleg, þótt ég sé 2x búin um hálf6 en byrja aldrei kl 8, ég byrja annað hvort hálf11 eða 13.

Að byrja aftur í skóla eftir næstum 3 ára pásu var mjög stressandi, ég átti erfitt með að ákveða hvað ég ætla að læra, mig langar að læra fleirri starfsfög en bara eitt. Mig langar að læra einkaþjálfarann og sálfræðingin líka.

Ég hafði aldrei farið inní þennan skóla áður og var allt saman nýtt fyrir mér. Við erum 12 í hóp í verklegu tímunum og vorum við flest fljót að kynnast og mjög fáir ekki feimnir enþa.

Fyrsta daginn þá þorði ég ekki að setjast hjá fólkinu í hádeginu.

Næsta dag þá var ég að labba og sá 3 stelpur úti og hugsaði „fara til þeirra, labba inn, fara til þeirra, labba inn“ fékk smá hnút í magan og svo sagði ein þeirra hææ svo ég fór til þeirra og puff kviðin fór.

Þetta er ótrúlega fljótt að koma, ég var hrædd um að ég myndi bara detta út þegar kennarinn væri að tala en þetta er allt svo spennandi og merkilegt að ég er stjörf!

Er virkilega spennt fyrir komandi tímum og námi!

Það er aldrei of seint að mennta sig, ef þú sem ert að lesa þetta langar í nám en heldur að það sé of seint eða ert kviðinn fyrir því.

Þá fer það! Og það er aldrei aldrei aldrei! Of seint að mennta sig!

Ef ég get gert þetta getur þú það❤

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: