Kynningarblogg

Guðbjörg Hrefna Árnadóttir

Ég er 25 ár, Gift og er húsmóðir!( tek því mjög alvarlega 😉 ) Ég hef verið heima vinnandi húsmóðir frá því að elsta dóttir mín fæddist fyrir 3 og hálfu ári. Dóttir mín elsta fæddist eftir 24 viku + 5 daga meðgöngu!
13131451_10205998711355418_8037836920142288359_o

Anja Mist mín 15 mánaða í leiðréttum aldri

anjam.jpg

 hún veit ekkert skemmtilegra en bað!

40222273_10211994943657478_7037474983043399680_n
Eftir að dóttir mín hún Anja Mist fæddist hófst nýtt líf, nýr tilgangur! ég þurfti að hætta að vinna til að sinn henni, líf mitt snérist alfarið um hennar umönnun! hún er lungna og hjartveik og notast hún við allskyns hjálpartæki og lyf til að hjálpa okkur í gegnum sólarhringinn! alveg frá! súrefni, mettunarmæli yfir í magasondu! Hún er stolt mitt og yndi! fyrir utan litlu systur hennar sem fæddist núna 3 apríl 2018 eftir 34 vikna meðgöngu. Svo ég haldi áfram þá búum við Einsi og dætur okkar 2 í keflavík, keyptum okkar fyrstu íbúð þar núna í maí.

 

En aðeins meira um mig og mín áhugamál

Ég er ekki „bara“ heimavinnandi húsmóðir ég er einnig stílisti útskrifaðist 2013!

Ég hef alveg dásemd af tísku og hönnun , Ég er mikill sælkeri og kann vel að meta gott vín, ég elska allt sem tengist heilbrigðum lífstíl og hreyfingu ég hef mikla ánægju af Jaðarsportum, útiveru og ferðalögum!

einsigugga.jpg
14457544_566576096860668_4763562146066745582_n.jpg

Snapp – gudbjorghrefna
Instagram -arnadottirg