INNLIT / BARNAHERBERGIÐ

Þá kom loksins að því að við kláruðum barnaherbergið hjá Villimey, en í rúmlega 1 ár hefur þetta verið ruslherbergi/geymsla.

Ég pantaði nokkra hluti af Ali frænda sem komu vel út, keypti líka himnasæng þar en sendingin heppnaðist ekki og fengum við ekki hana, sem er fínt kannski, herbergið er lítið og himnasængin hefði mögulega gert það minna.

En mig langaði að deila nokkrum myndum með ykkur, fyrir og eftir.

Eins og sést var þetta fínasta ryksugu geymsla með skiptiaðstöðu og svona, mjög fínt.

Ég ætlaði að mála vegginn fyrst í fallegum bleikum lit en var fljót að skipta um skoðun, vildi ekki hafa herbergið of „væmið“ þannig við notuðum gráa málningu sem við áttum til heima.

Hilluna keypti ég á Ali og er mjög sátt með hana (set link niðri)

Stjörnurnar eru einnig frá Ali og þær koma mjög vel út.

Villimey sefur ennþá uppí hjá okkur og býst við að hún geri það þangað til hún getur sofið i þessu rúmi, en þetta er gamla rúmið hans Óla, frá IKEA. Gólfmottan er algjört æði og keyptum við hana í Rúmfatalagernum, eru til allskonar litir.

Hús-taupokinn er frá Ali og finnst hann mjög sætur. Einning er bangsa límmiðinn fyrir ofan kommóðuna frá Ali og fengum við svona fiðrildi með stjörnunum. Ljóskassinn er frá Camelia.is og minningar bókin frá Von Verslun. Gerviplantan er frá Tigrr og malaði ég pottinn me0 gull lit til að tengja aðeins við stjörnurnar og fiðrildin.

Svo keypti ég þessa vegg skreytingu á Ali líka (sést hvað ég elska Ali?) Og finnst mér þetta koma bara vel út.

Já þannig Villimey er loksins komin með lítið og sætt herbergi!

Ef þið ýtið hérna þá farið þið inná eldri færslu sem er með linka inná Ali Express.

Ég vona að ykkur hafi fundist þetta gaman. Mun svo gera innlit í Óla herbergi í haust ✌

Þangað til næst ♡