Skírnaveisla

 

Um helgina 26.08, 18 var rósin okkar skírð og fékk hún nafnið Kristel Nótt Einarsdóttir. Við leyndum nafninu  fjölskyldu okkar eða fjölskyldu okkar Einars meginn! Ég gerði mitt besta þar til ég sprakk og þurfti að fá að segja mömmu minni… oog pöbbunum mínum, ásamt nokkrum vinkonum, já þetta var frekar erfitt! Enn mér tókst að halda þessu leyndu Einars meginn, Kristel var nefnilega skírð í höfuðið á elstu systur hans Einars! engum datt þetta í hug ( sem vissu ekki nú þegar af nafninu haha) sem var skemmtilegt!

Kristel Nótt var skírð í Fríkirkjunni í Reykjavík af séra Hirti, en hann skírði einnig eldri dóttur okkar hana Önju Mist, ótrúlega fyndinn og skemmtilegur! Mæli klárlega með honum.

40406189_470393150127421_3424612858028097536_n

40427375_1364614163673475_2346814201193824256_n

Eftir skírnina færðum við okkur yfir í veislusalinn, við gerðum veitingarnar sjálf nema skírnatertuna! hún er frá Sætum syndum. Við fengum mikla hjálp, allur föstudagurinn og laugardagurinn fóru í það að útbúa tertur og rétti! svo gerði tengdó æðislega rjómalagaða kartöflu og  lauksúpu.

Ég fékk mikla hjálp frá tengdó og mömmu, ég hreinlega veit ekki hvar ég væri án þeirra! Einar og tengdapabbi fóru í bæinn til þess að gera salinn reddý! Ég keypti allt fyrir veisluna á amazon.com ásamt kjólnum og skónum (en það er efni í aðra færslu )

40448916_331779980891008_8256978741415116800_n (1)

Kristel Nótt mín

40239104_274780053351987_7064700574574313472_n.jpg

Fallega Anja Mist 

40229380_327871714441590_6977079496524431360_n

The restaurants we offered

 • Heitir aspas og sveppa brauðréttir
 • heitur pepperoni brauðréttur  (frá vin)
 • 2 fílakarmellu kökur  (bestu kökur sem ég hef smakkað)
 • 2 rækjutertur
 • Banana súkkulaði kaka sem kom á óvart!, uppskriftina má finna HÉR
 • 3 Snickers marengstertur (sjúkar
  ég keypti botnana að vísu í þetta skiptið í krónunni, þú getur búið til botnana sjálf sem er mun ódýrara uppskrift finnur þú HÉR
 •   Klassísk súkkulaði vegan terta uppskrift má finna  HÉR
 • Snickers bollakökur, Má finna uppskrift HÉR
 • Kex og ostar
 • 2 eftirlæti Báru! set inn uppskrift síðar 
 • Sjúk rjómalöguð kartöflu og lauksúpa
 • Snittubrauð og  pestó bæði grænt og rautt
 • Súkkulaði rósaterta með smjörkremi
 • Skírnarkaka

40330463_459663837850885_2484648910132346880_n

 

40403654_479570249175915_8819476662413426688_n

40400889_213126312892545_7240235827832291328_n

40247049_1410340222402900_26587290671251456_n

 

Þetta var dásamlegur dagur í alla staði! veðrið var fullkomið, sól og blíða og valla ský á himni. Anja Mist var alveg frísk svo hún náði að njóta sín í botn í nýju kápunni sinni sem föður amma hennar prjónaði á hana, Kristel Nótt spjallaði og brosti næstum allan tímann ( Við tókum leikteppið hennar með! mæli svo mikið með því ) Við erum svo ómetanleg þakklát fyrir allan stuðninginn og hjálpina!

Eigið dásamlegan dag allir!

Snapp: gudbjorghrefna
Instagram: arnadottirg

Guðbjörg Hrefna Árnadóttir