Að byrja að vinna aftur.

Aldrei hefði mig grunað að ég saknaði þess að vinna.
Ég hef alltaf verið rosalega heimakær, finnst notalegt að eyða dögunum með krökkunum og dúllast.
En 10 mánuðir er kannski full mikið af því góða.

Nadia byrjaði hjá tveimur yndislegum dagmömmum hérna á Akranesi 13.ágúst og ég byrjaði aftur sem verslunarstjóri á Subway núna 17.ágúst.

S K I P U L A G er einhvað sem ég hef þurft að tileinka mér ennþá meira eftir að ég byrjaði að vinna.
Það er meira en að segja það að vera í 24/7 (nánast) vinnu, með 2 börn, mann og heimili.

En mér finnst rosalega gott að undirbúa komandi dag, kvöldinu áður svo maður eyði ekki dýrmætum tíma á morgnanna í einhvað óþarfa stress og ætla að skrifa niður smá lista fyrir ykkur hvernig ég undirbýr okkur.

• Ég tek til föt á Róbert og Nadiu, þetta virkar mjög vel á Róbert þar sem hann er kominn á gelgjuna og það er sko ekkert hægt að vera í hverju sem er.
• Ég tek til vinnufötin mín.
• Ég undirbýr hafragraut fyrir Róbert Leó um kvöldið. Þá getum við bara hitað hann upp daginn eftir.
• Ég reyni að vakna svona 10 mínútum fyrr. Bara til þess að ná áttum á lífinu og sætta mig við komandi dag.

Viðurkenni þó að það er ansi erfitt að koma sér í fasta rútínu fyrst um sinn og er það eiginlega fyrst núna allt að smella saman.
Ég hélt að ,,ég get allt á 24 tímum“ manneskjan í mér myndi sko skína í gegn.. nei aldeilis ekki, ég hef aldrei verið jafn þreytt og uppgefin eins og núna. Og oft var þörf en nú er nauðsyn fyrir fleiri klukkutíma í sólarhringnum, takk!

En sem betur fer fann ég mér yndislegann mann sem á sko þvílíkt hrós skilið fyrir alla þá hjálp sem hann hefur veitt mér. Við erum núna bæði útivinnandi og því aðeins meiri pressa á hann að hjálpa mér að viðhalda öllu. Við skiptum börnunum líka á milli okkar, þannig einn daginn græjar hann Nadiu í háttinn og svæfir hana og á meðan þá les ég með Róbert og græja hann svo í háttinn.

Svo að sjálfsögðu gleymum við okkur aldrei og njótum þess að geta eytt smá tíma fyrir okkur tvö ♡

instasize_180801215603