ÓDÝRT & FALLEGT DIY FYRIR HEIMILIÐ

Langaði að henda þessu hingað inn því þetta er mjög ódýrt og fallegt „decor“ fyrir heimilið.

Og þegar ég segi ódýrt þá meina ég ódýrt, sérstaklega ef þú átt fyrir myndir frá prentagram.

Það sem þarf:

• Grein (já prik sem þú finnur úti, ég sagði ódýrt er það ekki?)

• Málningu ef þú vilt mála greinina (ef þú finnur fallega grein þá er engin þörf á því)

• Garn eða einhverskonar spotta.

• Myndir.

• Kennaratyggjó.

Ég málaði prikið svart hjá mér, bara eina umferð, vildi hafa þetta smá „náttúrulegt“

Batt svo spottana lauslega á prikið til að fá staðsetninguna rétta og batt svo fastar. Næst hengdi ég prikið á vegginn svo að myndirnar yrðu svona sæmilega í beinni röð.

Setti svo kennaratyggjó aftan á myndirnar og festi við spottana. Það er örugglega hægt að líma líka, en ég er alltaf að breyta og bæta heimilið svo ég vildi hafa tyggjóið ef ég myndi vilja breyta eða bæta á.

Og svona endaði þetta, þið getið raðað myndunum eins og þið viljið, eg vildi hafa mínar svona.

Sagði ég ekki alveg örugglega ódýrt? Júb, einnig finnst mér þetta fallegt og öðruvísi en þessi týpíski myndaveggur.

Ein athugasemd á “ÓDÝRT & FALLEGT DIY FYRIR HEIMILIÐ

Lokað er fyrir athugasemdir.