Æðislega góður appelsínufiskur!

Ég elska fisk og hef einstaklega gaman af því að elda hann. Ég rakst á þessa auðveldu uppskrift og hef notað hana þónokkrum sinnum. Þessi máltíð er holl, góð, mjög fljótleg og þarf ekki mikilla hæfileika.

Undirbúningur: 15 mínútur
Eldunartími: 35 mínútur
Samtals: 50 mínútur

Þú þarft:
Sætar kartöflur (Magn eftir smekk)
Ólífuolía (Mér finnst extra-virgin best)
1 teskeið reykt papriku/smoked paprika krydd
1 teskeið salt
½ teskeið hvítlaukskrydd
½ teskeið svartur pipar
1 bolli appelsínusafi (Mér finnst langbest að pressa minn eigin)
1 tómatur (flysjaður)
3 hvítlauksgeirar
½ teskeið chiliflögur
Fiskur (Magn og týpa eftir smekk, mér finnst þorskur bestur)

  • Hitið ofn á 200°C og notið upp-og-niður hita.
  • Flysjið sætu kartöflurnar og skerið niður í franskar. Setjið olíu á kartöflurnar og saltið svo eftir smekk.
  • Bakið í 35-40 mínútur. Nauðsynlegt er að snúa kartöflunum við a.m.k. einu sinni á meðan þær bakast.
  • Þegar um 10 mínútur eru í að kartöflurnar verði tilbúnar skal elda fiskinn.
  • Setjið appelsínusafann, tómatinn, hvítlaukinn og chiliflögurnar saman á pönnu og náið upp suðu.
  • Þegar suðu er náð skal fiskinum bætt við og eldið í um 5-10 mínútur (Fer eftir stærð bitanna)

Berið fram með sítrónu og steinselju á djúpum diskum.

Þar sem ég hef alltaf gleymt að taka mynd af matnum ákvað ég að stela mynd af google.

mæður