Gífurleg sorg, Kristel hættir á brjósti

Maður verður að læra að staldra við og njóta en líka að vita hvenær maður á að hætta!

Núna á dögunum þurfti ég að taka þá ákvörðun að hætta með Kristel á brjósti, eins og hvað ég elska þennan tíma að þá er þetta farið að veita okkur báðum vanlíðan, Kristel fær ekki nó og er sífelt reið og sár við brjóstið! sem fór svakalega inná mig!

Fyrst þegar að ég fór að pæla í því að hætta með hana á brjósti þá fann ég fyrir létti! en þá var þetta aðeins hugsun, svo þegar að ákvörðunin var tekinn breyttist léttirinn yfir í sorg! Aldrei datt mér í hug að ég myndi finna fyrir sorg, mér leið eins og það væri verið að fjarlægja hlutaf af mér, sem mér þótti virkilega erfitt!

Ég saknaði hennar þó svo hún væri í fanginu mínu

Alveg frá fyrsta degi vann ég svakalega mikið fyrir því að halda mjólkinni! ég gaf brjóst og mjólkaði á 3 tíma fresti allan sólahringinn, Kristel fékk einungis brjósta mjólk fyrstu 3 mánuðina! sem var puð get ég sko sagt ykkur en allt þess virði! Þegar að það var komið jafnvægi á brjóstin ákvað ég að hætta að mjólka mig.

Hún fékk brjóst á 3 tími fresti og síðan ábót semsagt nan1 ef hún væri svöng eftir brjóstið sem virkaði ákaflega vel fyrir okkur! Mjólkin fór minkandi útaf álagi! sem er gífurlega eðlilegt, brjóstagjöf á að vera dásamleg! hún á ekki að valda andlegri vannlíðan! undir lokin voru þetta hættar að vera gæða stundir því hún grét svo mikið, því jú barnið var svangt! Þetta var farið að hafa veruleg  áhrif á mína hamingju og geðheilsu.

Í hvert skipti sem ég setti hana á brjóst leið mér eins og ég væri að bregðast henni. Þessi tími var dásamlegur enn núna er bara komin tími! maður verður að læra að staldra við og njóta en líka vita hvenær maður á að hætta!

 

89db765b9cb1d456d2cda429bcb0b11e
Smá frá mér til þín

  • Allar þær tilfynningar sem þú ert að finna eiga fullkomlega rétt á sér! 
  • Þú stóðst/stendur þig vel!
  • Þú reyndir þitt besta! það skiptir máli 
  • Brjóstagjöf getur verið erfið alveg eins og hún er yndisleg!
  • Allar konur sem eru með barn á brjósti (eða meira bara allar konur sem hafa FÆTT barn) eiga skilið blómvönd og mat í rúmið á hverjum degi!
    því jú við erum súperkonur! 
    mamm

Guðbjörg Hrefna Árnadóttir