Tjékklisti fyrir flutninga!

Núna eru 4 dagar í að við flytjum í okkar fyrstu íbúð, 4 DAGAR!

Spennan er gríðaleg!

Þessum degi erum við búin að bíða eftir í 3 mánuði, ég er í skóla í bænum sem er í miðbæ Reykjavíkur svo það er rosaleg keyrsla að keyra frá keflavík og alla leið niðri í bæ. Þegar ég er búin í skólanum þá er ég alveg í góðan einn og hálfan til tvo tíma að keyra heim útaf traffík. Þetta verður mikið betra þegar við flytjum. 😀

Ég ætla að gera smá tjékklista yfir hvað þarf að gera varðandi með flutningar.

  1. Skipuleggja kassana!! Já þetta er kannski basic hlutur en þegar ég var yngri þá gerði ég það ekki og þá varð allt útum allt og ég nennti minna að ganga frá uppúr kössunum.
  2. Redda kerru eða flutningabíl, eins og í okkar tilfelli þá er eitthvað af dótinu okkar hjá ömmu minni, eitthvað hja mömmu og pabba og svo restin hjá okkur, svo við þurfum líklegast tvo bíla til að ná í alla hluti.
  3. Gera lista yfir það sem þið eigið og hvað ykkur vantar.
  4. Byrja snemma að pakka einum og einum hlut, við erum að flytja úr foreldrahúsi og byrjuðum fyrir tvem vikum. Við héldum að við ættum ekki mikið af hlutum en það eru nú þegar komnir 6 kassar og mikið eftir.
  5. Vera búin að redda allri þjónustu sem þarf áður en við flytjum eins og símanum, net, sjónvarp og allt svoleiðis.
  6. Fá pössun fyrir barnið! Dóttir okkar er 18 mánaða, við ákváðum að hafa hana í pössun á meðan mesta traffíkin er, henni mun finnst mjög leiðinlegt að engin getur verið að leika við hana á meðan við erum upptekin að fara með inn og taka uppúr kössum það mikilvægasta.
  7. Gera tiltekt á öllu, eins og núna ætlum við að nota tækifærið og fara yfir dótið hjá Adríönu, fötin okkar og hlutina okkar sem hafa safnast í “draslskúffunni“
  8. Á flutningsdegi þá er gott að vera búin að raða kössunum framm en ekki hafa þá útum allt, við ætlum allavega að fara með kassana niður þegar pabbi kemur svo við erum sem fyrst farin af stað úr keflavík.
  9. Í staðinn fyrir að nota fréttablöð til að pakka inn brothættum hlutum þa er sniðugt að setja fötin ykkar yfir eða jafnvel handklæði, þá fyllist ekki allt af pappir.

Þetta eru mín ráð og tjékklisti fyrir flutningana, við erum ótrúlega spennt og þið fáið að fylgjast með og sjá nýju íbúðina þegar að því kemur! 😀

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: