Ég prófaði safahreinsun!

Já krakkar mínir, ég prófaði að djúsa og nei ég var ekki svo dugleg að gera þetta sjálf.

En ég fékk í gjöf frá So Natural 3ja daga safahreinsun sem innihalda 24 safa svo fékk ég engifer og túrmerik & cayenne skot, einnig fékk ég pook „snakk“ bæði original og með mangó sjávarsalti. Safarnir eru 100% náttúrulegir gerðir úr ávöxtum og grænmeti, engin efni og enginn sykur og snakkið er vegan (og safarnir auðvitað líka)

Svo vil ég taka fram að ég var ekki beðin um að skrifa um þetta, langaði bara að fá að deila minni reynslu ✌

Fyrsti dagur gekk misvel, ég drakk mikið vatn (sem þu mátt gera) og fékk mér 1/2 epli (sem má líka) en stalst í nammi um kvöldið (nó-nó)

Annar dagur var verri andlega en mér gekk vel samt á að halda mig við safana og þegar ég segi andlega þá meina ég bara að ég var fúl í skapinu og smá svona pirringur í mér, en ég náði að klára daginn.

Þriðji dagurinn gekk mér ótrúlega vel, og leið betur bæði í líkama og sál.

Á meðan á þessu stóð þa pissaði ég alveg ótrúlega mikið og á þessum 3 dögum missti ég um 1,5 kg sem hefur verið uppsafnaður bjúgur.
Á fyrsta degi var ég rosalegu peppuð og spennt að prófa en vá hvað þetta er erfitt svona fyrst!
En þetta er klárlega eitthvað sem ég mæli með að gera svona 1x í mánuði, hvort það sé 1, 2 eða 3 dagar en þetta er frábær leið til að „núllstilla“ líkamann, finnst mér allavega. Mér finnst líka gott að eiga nokkra safa inní ísskáp bara sem millimál þegar hreinsunin er búin.

S A F A R N I R

Engifersafi – Þessi var sterkur, brennur mikið í hálsinn en samt sem áður mjög hressandi eftir á.

Avocadosafi – Ég ætla að vera alveg hreinskilin, en mér fannst þessi ógeðslegur ehe en ég lét mig hafa það!

Appelsínusafi – NAMM og aftur NAMM, þessi er einn af uppáhalds.

Sítrónu og mintusafi – Fannst þessi líka ótrúlega góður, er mjög hrifin af svona sætum drykkjum.

Gúrku og sellerísafi – Þessi er ekkert hræðilegur en ekkert gourme heldur.

Gulrótasafi – Mér fannst þessi ótrúlega góður, er mikið fyrir gulrætur og gulrótasafa.

Rauðrófusafi – Ég er með mjög blendnar tilfinningar þegar það kemur að þessum, já ætla að segja að hann komi alveg á óvart.. góður? vondur? Ég veit ekki haha

Mangósafi – Þessi er líka einn af uppáhalds, rosalega ferskur og góður.

Berjasafi – Sama með þennan, algjört æði.

Samtals á dag gera þetta sirka 1350 hitaeiningar á dag svo bara plús það sem maður borðar með. Það má alveg fá sér 1/2, gulrót og auðvitað nóg af vatni! Þessi hreinsun á ekki að láta manni líða ömurlega, deyjandi úr hungri á meðan.

Orange og Lemon mint nota ég mikið sem millimál

S K O T

Ég fékk six-pack af Engifer og six-pack af Túrmerik & Cayenne.

Ég tók þessa bara í röð, tók engifer skot á morgnanna í 6 daga og svo túrmerik skot næstu 6 daga. Þetta brennur ágætlega en það er bara í smástund.

Kostir þess að taka engiferskot:

• Stútfullt af andoxunarefnum

• Vinnur gegn uppsöfnuðum sindurefnum

• Dregur úr bólgum í vöðvum og liðum

• Vinnur úr uppsöfnuðum bjúg
• Eykur blóðflæði
• Styður ónæmiskerfið

Túrmerik og Cayenne skotin eru góð gegn:

• Liðverkjum
• Magabólgu og meltingatruflunum
• Vindverkjum og ristilkrampa
• Ógleði, hálsbólgu og kvefi
• Bólum og tíðaverkjum (Afhverju vissi ég þetta ekki á unglingsárunum?)
• Háu kólesteróli og ofþyngd
• Háum blóðþrýstingi
• Áunninni sykursýki

Já held ég kaupi ársbirgðir af þessum skotum.

Pook snakkið hef ég því miður ekki reynslu af.. enda var Almar fljótur að klára báða pokana og þá hljóta þeir að vera góðir 😅

En já mín reynsla var góð af þessu og leið mér rosalega vel eftir þessa daga, það er mælt með að kannski byrja hægt ef þú ert að prófa í fyrsta skipti, taka 1 eða 2 daga, einn dag í viku jafnvel en ég vildi endilega demba mér í djúpu laugina og þetta ætla ég að gera í hverjum mánuði.

Þið getið lesið ítarlega um alla safana og skotin inná heimasíðu So Natural. Þið finnið þau líka á facebook undir Sonatural Juices Ísland ♡