Réttarhelgin!

Vá hvað ég hef beðið eftir þessari helgi. Réttir eru eins og jólin fyrir mér, Ég tel niður dagana og hlakka óendanlega mikið til. Síðustu tvö ár hef ég verið ólétt á réttardaginn sem þýddi að ég gæti ekki dregið kindurnar í dilka. Þannig þegar dagurinn loksins rann upp og ég var ekki ófrísk vissi ég að nú væri komið að mér.

Helgin byrjaði í bústað með besta vini mínum og Ölmu. Hann er kokkur og ég var búin að suða lengi um að hann þyrfti að elda ofan í mig. Hann eyddi 4 tímum í að elda, en hann hægeldaði nautalund, gerði rauðvínssósu, sinnepskartöflumús, jarðskokkumauk og steikti sveppi með. Svo fannst okkur nauðsynlegt að hafa smá rauðvín með. Mynd segir meira en þúsund orð, þannig sjáið bara sjálf… Mmm 🙂

Það má segja að þessi máltíð hafi alveg sett tóninn fyrir helgina. Ég mæli þúsundfalt að kíkja á hann í Tryggvaskála á Selfossi, þið munuð ekki sjá eftir því!

Við fórum að sofa til að eiga orku í réttirnar. Ég vaknaði eins og vanalega með Ölmu kl 7 og við lögðum af stað í sveitina um 8. Þegar við vorum komin þangað um 08:15 fórum við til afa þar sem réttarmorgunskaffið beið okkar. Heitt kakó, flatkökur og Svamps Sveinsson skúffukaka var fyrsta máltíð dagsins – einstaklega holl 😏

Kaffið búið, hvað þá? Jú, þá er ég farin í réttirnar! Samtals voru um 5.000 rollur og örugglega hátt í það sama af fólki.

Réttir eru svo frábærar að því leiti að það er ekkert vesen. Fólk hjálpast að, hlær saman, grætur og syngur. Þetta er ein stór heild í staðinn fyrir margar minni eins og svo oft gerist á íslenskum hátíðum.

Þegar maður er búin að draga smá er nauðsynlegt að fá sér smá pásu og leika við litla frænda sinn. Hann var þvílíkt duglegur og dró um 70 rollur sjálfur, enda hefur hann næga orku til að eyða. Hann var alveg á toppnum.

Alma fylgdist með í fjarska og þóttiessi dýr eitthvað skrítin. Ég bjóst reyndar við því að hún væri svolítið hrædd, en hún er sveitatútta eins og mamma sín og þótti þetta bara gaman. Hún er algjör broskall og það breyttist ekkert þarna.


Þegar réttirnar kláruðust var haldið heim á ný og fengið sér kjötsúpu. Það má ekki missa á réttardaginn, og mér þykir það eiga að vera lögbrot að borða kjötsúpu á öðrum dögum ársins.

Já krakkar mínir, það er fátt sem mér þykir skemmtilegra en réttir, en ég hef mætt á hverju ári síðan 1996 (mamma vildi ekki taka mig bara eins mánaða 1995, hvaða vitleysa!) og það hættir ekki héðan af.