Mæður

Já ég fór í galakjól

Laugardaginn 8 sept. fór ég í brúðkaup hjá syni bróður mömmu, ég var búin að vera að stressa mig yfir hverju ég ætlaði að klæðast alla vikuna, ég hef alltaf elskað galakjóla bara frá því að ég komst á unglingsaldurinn og notaði ég jól og áramót grimmt til að skarta þessum flottu síðkjólum! á þeim tíma vann ég í gala og brúðkaups verslun.

Eftir að ég eignaðist dætur mínar fór ég að hætta að vera í svona fallegum kjólum og það einungis útaf áliti annara sem er fáranlegt! ég bætti frekar mikið á mig með Önju Mist, eldri stelpuna mína og varð óöruggari með mig með tímanum! ég varð svo ofboðslega meðvituð um mig og saug inn gjörsamlega allt sem var sagt í kringum um mig!

Þetta eru ekki einungis hlutir sem hafa verið sagðir við mig heldur hlutir sem ég varð vitni af á sínum tíma þegar að ég var í þessum geira

“ væri hann ekki flottari með ermum þessi“
„Er þessi ekki heldur stuttur“
“ Þessi væri flottari með þykkum hlýrum“
„nei guð þessi er allt of flegin ertu ekki móðir“

En þetta er einungis brota brot af því sem ég hef heyrt konur segja við hverja aðra!
sem mér þykir afar sorglegt, afhverju ekki að vera í því sem manni finnst flott og kenna börnunum okkar frekar að elska sjálfan sig í staðin fyrir að skammast sín og fela?

Hrósum í stað þess að rífa hvor aðra niður

Það eru alls ekki mörg tilefni sem maður fær til þess að klæða sig upp og vera verulega fínn! Ég vil samt koma því að að ég veit full vel að stíll er misjafn eins og við erum mörg, eina sem ég er að segja klæddu þig í því sem þér líður vel í og þykir flott óháð skoðun annara! því jú þú rokkar! mamma eða ekki!

Nú vil ég mæla með kjóla versluninni Prinsessan í mjódd! Ég hef verslað ófáa kjóla þar í gegnum tíðina og labba ég alltaf ánægð út!! ég leitaði til hennar degi fyrir brúðkaupið alveg ráðalaus og hún reddaði mér innan hálf tíma, það sem ég er þakklát fyrir hana!

Prinsessan í mjódd er 20 ára!!

Í tilefni þess verður 5000 kr afsláttur af öllum síðkjólum fram að 6 okt.

Svo nú myndi ég nota tækifærið og næla mér í drauma galakjólinn fyrir brúðkaupið, árshátiðina,frímúraraböllin,jólin, áramótin,afmælið,skírnin

Skemmtilegt að segja frá því að giftingarkjóllinn var keyptur í prinsessunni

Ég í kjól frá prinsessuni um jólin árið 2011-2012

Verulega léleg gæði en þetta voru fyrstu jólin okkar Einars saman þetta var árið 2013
en þetta er bara brota brot af kjólunum sem ég á frá þeim!

Þú getur nálgast síðuna þeirra HÉR

Njótið dagsins kæru vinir

Guðbjörg Hrefna Árnadóttir