Valkyrja Sandra – Kynning

Halló mæður.com!

Þið bara vitið ekki hvað ég er spennt að vera orðin partur af þessu geggjaða teami.

Ég heiti Valkyrja Sandra & er 29 ára, fædd 1989.

Ég bý á Akureyri með manninum mínum, við giftum okkur 14 September 2017. (besti dagur í heimi) Við eigum saman Natan Rafn fæddan í Feb 2011 & Eron Bent fæddan í Okt 2017.

Mín áhugamál liggja á mjög breiðum vettvangi. Ég hef gríðarlegan áhuga á barnauppeldi & stefni á að læra unglinga & barnageðlækninn seinna meir, ég er komin af stað & búin að útskrifast úr Menntastoðum.

Núna í haust er ég á leiðinni í mikla & erfiða endurhæfingu & er mjög peppuð fyrir því! Andleg málefni eru mér hjartans mál & legg ég mikla vinnu í mig sjálfa með það að gera & fjölskylduna mína. Ég á að baki erfiðar reynslur í farteskinu sem er komin tími á að vinna úr & mun ég vera opin með það hér & á mínum miðlum. Mér finnst rosa gott að setjast niður & skrifa þegar mér líður ekki nógu vel, það hefur róandi áhrif á mig.

Ég hef ótrúlega gaman af því að punta & gera fínt heima hjá mér en ég er sífellt að breyta til, selja húsgögn, kaupa önnur & svo framvegis. (Kudos á Hannes fyrir að vera ekki búin að skila mér)

Ég funkera best undir miklu álagi & líður best ef ég hef mikið fyrir stafni!

Fyrir utan þetta elska ég að ferðast & vera með fjölskyldunni.

Ég er með endalaust sterka réttlætiskennd & berst með kjafti & klóm fyrir réttlæti, sama í hvaða mynd það er.

Held þetta sé komið gott í bili!

Ég hlakka mikið til að skrifa um allt & ekkert hér inná.

Þangað til næst!