Ljúffengir og einfaldir réttir.

Ég er mjög vanaföst og elda því oft sömu réttina, þeir eru alltaf jafn góðir, einfaldir og æðislega góðir. Mig langaði að deila með ykkur því sem ég geri oftast því oft er maður hugmyndalaus og gott að fá hugmyndir.

P A S T A

pexels-photo-803963

Ef ég og Óli fengum að ráða þá væri alltaf ostapasta í matinn, þetta er eitthvað sem flestir borða og þykir gott.

Ég nota það sem til er í ísskápnum sem er oftast: Skinka, pepperoni (nota þá annað hvort), paprika, rauðlaukur og sveppir.
Steiki allt á pönnu á meðan ég sýð pastað og geri sósu í leiðinni, en í hana nota ég rjóma og heilann piparost. Svo öllu blandað saman og borðað.

Annað sem ég geri oft er pesto-pasta, en þá sýð ég spaghetti og steiki græna papríku og blaðlauk, bæti því svo í spaghettíið þegar það er tilbúið og set yfir 2 krukkur af grænu pestói og helli svo yfir heilli feta ost krukku með olíunni.
Rosalega einfalt og mjög gott

K J Ú K L I N G U R

pexels-photo-209406.jpeg

Það er mjög oft kjúklingur í matinn enda finnst mér rosalega auðvelt að elda hann og tekur oft ekki langan tíma að undirbúa.

Ég sker oft kjúkling í stóra bita, sker sætar í sneiðar og sker sveppi og helli þessu öllu saman í eldfast mót. Skelli síðan yfir feta ost krukku með allri olíu og inn í ofn í 30-40 mínútur. Þetta er eitthvað sem okkur þykir mjög gott og gerum mikið af.

Svo nýlega bætti ég þessum rétti á listann minn en það er BBQ kjúklingur með ananas og jalapeno, þetta er fáranlega got og sérstaklega fyrir þá sem elska spicey mat!
Kjúklingurinn er baðaður í bbq sósu, settur í eldfast mót og skellt ananasbitum yfir allt með safanum og svo jalapeno bita yfir allt og inn í ofn í 30-40 mínútur. Nei þið vitið ekki hvað þetta er gott!

F I S K U R

pexels-photo-842142

Þessi réttur er bara svona basic heimilisréttur.
Ég á alltaf til þorsk í frystinum og geri þennan mjög oft.
Byrja á að sjóða hrísgrjón og gera sósu, ég nota rjóma og piparost (piparostur á allt!!!) svo þegar það er tilbúið þá set ég hrísgrjón í eldfast mót, sker niður fisk í bita og set yfir, helli síðast sósunni yfir og set smá karri yfir allt og svo rifinn ost og inní oft í svona 20 mínútur eða þangað til fiskurinn er eldaður.

Ég á líka oft til lax og finnst svo einfalt að gera hann og gera góðann
En ég prófaði um daginn að gera mína eigin sósu til að setja á laxinn, set uppskrift aðeins neðar. En ég steiki laxinn með roðinu á og nota smjör á pönnuna, þegar laxinn er létt eldaður þá set ég hann á eldfast mót og set sósuna yfir alla bitana og inní oft þangað til laxinn er fulleldaður.


S Ó S U • U P P S K R I F T

1 dl haframjólk

Lúka spínat

1 tómatur

1 msk rjóma ostur

2 tsk garlic powder

1 tsk seafood & fish krydd

Smá salt og pipar

Skelli öllu í blandara og blanda vel.


Ég vona að þið hafið fengið einhverjar hugmyndir til að bæta á ykkar “ Go-to“ lista.

Þangað til næst

received_2139853156249314162358654.png

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s