Karamellu-lakkrísgott

Ég er ekkert svakalega hrifin af döðlum en hef alltaf verið hrifin af hugmyndinni af döðlugotti. Ég ákvað því að búa til útgáfu af döðlugotti sem höfðaði betur til nammigrísins í mér.

360g Dumle karmellur.

130g smjör.

200g fylltar lakkrísreimar.

100g kornflex.

1 Bræðið karmellurnar og smjör saman í potti. Bætið lakkrís og kornflexi saman við og hrærið vel saman.

2 Setjið í form, með smjörpappír og geymið í kæli.

Ég sker gottið svo í bita, set í box og tek

úr kæli eftir þörfum.

Ein athugasemd á “Karamellu-lakkrísgott

Lokað er fyrir athugasemdir.