Himneskt rjómalagað pylsu pasta á STERUM!!

Rjómalagað ostafyllt pasta með chilliosta pylsum!

Ég mæli svo innilega með þessu himneska rjómalagaða pylsu pasta sem ALLIR verða að prufa! Á nammi dögum erum við iðulega með mat sem kitlar vel uppá bragðlaukana! Ég er mikið fyrir það að prufa nýa hluti! og verð ég að segja að þetta pasta kom mér verulega á óvart!

Rjómalagað ostafyllt pasta með chilliosta pylsum !

 •  Ferskt tortell­ini pasta fyllt með osti
 • 2 pakkar af chilli osta pylsur frá SS
 • pakka af sveppum
 • 500ml rjóma
 • piparrjómaostur
 • 1 svínakraftur

Aðferð

 1. Setjið vatn í meðal stór­an pott ásamt olíu og salti (sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðunum)
 2. Skerið sveppina niður og steikið (leyfið sveppunum að steikjast í smá tíma áður en þið bætið pylsunum útí)
 3. skerið pylsurnar niður og steikið ásamt sveppunum þangað til osturinn fer að seytla úr pylsunum
 4. því næst bætið þið 500ml af rjóma útá pylsu og sveppa blönduna
 5. þegar að rjóminn er byrjaður að malla bætið þið við piparosta rjómaostinum og 1 sveppa krafti
 6.  Svo í lokinn sigtiði vatnið frá pastanu og bætið við sósuna!OG VOILAAA! GJÖRIÐ SVO VEL
  Oooog nú er það bara að BORÐA OG NJÓTA.

Þangað til næst

Snapp – gudbjorghrefna
Instagram – arnadottirg

Guðjörg Hrefna Árnadóttir