Konur eru konum bestar?

Við lifum á tíma þar sem samfélagsmiðlar er stór partur af lífinu okkar.
Ég eignaðist litla stelpu í byrjun þessa árs. Það hefur bæði verið æðislegt og krefjandi þetta foreldrahlutverk. Þegar ég var ólett sóttist ég í facebook hópa sem voru sérstaklega gerðir fyrir mömmur, í þessum hópum eru mæður á öllum aldri, frumbyrjur og konur sem eiga yfir 5 börn sumar þeirra orðnar ömmur. Þessir hópar geta reynst manni virkilega vel, oft er verið að leita ráða, skoðana  eða hóparnir notaðir til að miðla áfram upplýsingum til að nefna dæmi.

En eins og á flest öllum stöðum eru einstaklingar sem vilja setja sig í dómarasætið því aðrir gera ekki eins og þeir.

,,Afhverju er barnið ennþá bakvísandi?“
,,Afhverju er barnið ekki framvísandi?“
,,Ég myndi ALDREI gefa barninu mínu mat fyrir 6 mánaða aldur, meltingafærin eru ekki nógu þroskuð“
,,Afhverju ertu ekki að gefa barninu meira en bara mjólk? sérðu ekki að það er sársvangt?“

Eins og ég sagði geta þessar síður reynst manni vel en oft geta þær bara valdið manni vanlíðan, því það eru til konur sem finnst þær þurfa rakka aðrar mömmur niður.

Ég talaði við vinkonu mína um daginn, báðar erum við með opna snapchat aðganga. Guð hjálpi okkur ef við gefum börnunum okkar brauð, að þau drekki pelan sinn liggjandi eða eru framvísandi í bílnum.
Ég hef talað um þetta á Snapchat aðgangi mínum og fékk þá oft þau svör að ég má svosem búast við þessu þar sem ég er með opin aðgang. Já afþví ég er með opin snapchat aðgang má senda mér ljót skilaboð. Því opinberar persónur eru ekki mannlegar, þær skulu gjöra svo vel að hafa allt fullkomið í kringum sig ef þær ætla deila myndum.
Ég er mjög ósammala þessari skoðun, mér var kennt þegar ég var yngri að ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá skaltu ekki segja neitt. Eitthvað sem margir mættu taka til sín.

Ég hef oft heyrt hugtakið ,,konur eru konum verstar“, en þarf það að vera þannig?
Í stað þess að rakka hvor aðrar niður að byggja hvor aðra upp.
Það er alltaf hægt að koma hlutum frá sér kurteisislega, til dæmis:

,,Ég myndi aldrei hafa barnið framvísandi, geriru þér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt?“.
,,Ég mun hafa barnið mitt bakvísandi afþví það á að vera öruggara“.

Í stað þess að koma samviskubiti á aðrar mömmur, komið með vingjarnlega ábendingu.
Breytingin byrjar hjá þér, breyttu hugtakinu ‘konur eru konum verstar’ í ‘konur eru konum bestar’.
Það kostar ekkert að vera góður við nágungan.


img_3846

 

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: