5 æðislegar boozt uppskriftir fyrir börnin

Ég geri mikið af booztum fyrir mig og Villimey og geri oftast bara eitthvað en það er margt sem henni finnst bara hreint ógeðslegt svo ég hef þurft að prófa mig aðeins áfram.

Villimey er með mjólkurofnæmi svo það eru engar kúavörur í þessum uppskritftum þannig þetta er alveg vegan, en auðvitað hægt að nota þær vörur ef þið kjósið þess en mæli með að sleppa ekki möndlumjólkinni, hún er einstaklega góð í boozt.

Þessir eru hennar uppáhalds og ég reyni að hafa þá næringaríka og matmikla og nota því mikið chia fræ eða hafra sem innihalda protein.

 

Ávaxtabomba

4-5 græn vínber
nokkrir mango bitar
2-3 jarðaber
1/2 banani
Ca. 1-2 dl Oatly jarðaberja jógúrt
Ca. 1-2 dl soya mjólk
Mamma Chia: strawberry banana

Grænn og sætur

Lúka af spínati
Safi úr 1/4 sítrónu
1/2 banani
1/2 grænt epli
Ca 1-2 dl kalt vatn
Msk chia fræ sem hafa legið í vatni
1/4 gúrka

Hafragott

2 dl haframjöl
1 banani
2 dl haframjólk
Mamma chia: blueberry
1/2 epli

Banana mangó tangó

Lúka af mango bitum
Banani
2 msk chia fræ sem hafa legið í vatni
1-2 dl hreinn appelsínusafi
1-2 dl möndlumjólk

Sæti sæti

2 lúkur mango bitar
Banani
Msk chia fræ sem hafa legið í vatni
Lúka spínat
1-2 dl möndlumjólk
1-2 tsk lífrænt agave síróp

Fæ ég verðlaun fyrir að nefna alla drykkina ?


Þangað til næst,

received_21398531562493142923401123095782349.png

Ein athugasemd á “5 æðislegar boozt uppskriftir fyrir börnin

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s