Fæðingarsaga – Eron Bent

 

eron6
Ég trúi ekki að hann hafi verið svona ótrúlega lítill

Ef það var eitthvað í þessu lífi sem ég kveið fyrir, þá var það fæðing yngri stráksins. Fæðing eldri stráksins var hræðileg & ég var alveg skíthrædd um að þessi fæðing yrði eins allavega svipuð.

Ég fór tvisvar í viðtal til fæðingalæknis til þess að róa mig & í seinna viðtalinu ákvað fæðingalæknirinn að setja mig af stað við 39vikur, eða þann 5.okt núna í ár.

Ég mætti uppá SAK 2.okt í skoðun & rit. Kom allt vel út þar, NEMA HVAÐ! MÉR VAR FLÝTT, mæting  3.okt að kvöldi til. ÖÖÖÖ OK? Panikk. Eins & ég væri ekki nógu hrædd.

Við mættum 3.okt, þar mætir mér ljósamóðirin sem fylgdi mér í gegnum meðgönguna, hún vissi að við myndum koma þetta kvöld svo hún var búin að útvega okkur stærsta herbergið, kvíðapúkinn í mér var ánægður með það, nóg pláss.

Ég fékk fyrsta stíl uppí leggöng kl 22:30. Svipurinn á manninum mínum þegar ljósmóðirin gramsaði í svartholinu til þess að koma stílnum á sinn stað haha. Síðan fékk ég róandi til þess að sofna. Það gekk bara fínt sko, Hannes vaknaði kl 03 & leit á mig & hélt ég væri steindauð, ég svaf eins & grjót, með hálfopin augun & TUNGUNA ÚTI TAKK FYRIR! Það fyrsta sem ég spurði hann að þegar hann sagði mér þetta var „Tókstu mynd?“ Honum datt það EKKI Í HUG, hvernig er það bara hægt? Ég hefði skemmt mér konunglega yfir þessari mynd!

Kl 06 var ég vakin til að tékka á öllu draslinu, engin útvíkkun svo næsta stíl var troðið upp, Hannesi til mikillar skemmtunar, aftur! Við sofnuðum svo aftur til 09, fengum okkur morgunmat, sem var bara mjög fínn. Kl 10 mætti ljósan aftur til að ath með allt saman, ekkert að frétta svo ég fékk næsta stíl.

Ég var svo sjúklega skipulögð þegar ég tók saman í spítalatöskuna, tók með spilastokk svo uppúr kl 13, settist ég á boltann við borð & við spiluðum skítakall hægri vinstri. Kl 14, var athugað með mig einu sinni enn, alltaf jafn skemmtilegt, sagði enginn, aldrei.
Ekkert að frétta, svo ljósan vildi tala við fæðingalækni. Ástæðan fyrir því að ekkert skeði var sú að ég er með ör á leghálsinum eftir keiluskurð, örið basically hélt leghálsinum saman, föstum, alveg geggjað, takk fyrir ekkert.

Kl 14:30 mætti fæðingalæknirinn & mig langar smá að æla þegar ég hugsa um það sem hún gerði. Hún smellti á sig hanska, stakk hendinni, já HENDINNI uppí svartholið & opnaði leghálsinn minn með handafli, það var geðveikt!!! Vont. Oj.

Ég lá síðan bara & slappaði af næsta hálftímann eða svo. Kl 15:05 (sem er btw mega sniðugt þar sem Hannes er fæddur 15.05.90) gargaði ég á Hannes, „OJ HANNES ÞAÐ ER EH AÐ LEKA? HVAÐ ER ÞETTA? (Hann kíkir) Fljótur gerðu eitthvað, finndu eitthvað, settu eitthvað undir mig, náðu í ljósuna, gerðu eitthvað“
Aumingja maðurinn panikkaði, hljóp í 2 hringi, hennti í mig þvottapoka & hljóp svo fram að ná í ljósu, ég lofa hann var jafn hvítur í framan & þvottapokinn sem hennti í mig.
Inn kom ljósa, „JÁ ÞETTA ER LEGVATN, GEGGJAГ.

Ég setti á mig þessa risastóru bleyju & lagðist niður & slappaði af. Hálftíma seinna fékk ég ógeðslegar hríðar, ógeðslegar. Afhverju þarf þetta að vera svona vont? Mér leið best að halla mér fram á eitthvað skiptiborð þarna inni & anda mig í gegnum þetta helvítis helvíti.

Ljósan kom svo inn kl 16 ca & sá ástandið & spurði mig hvort ég vildi skoða einhverjar deyfingar. Ég sagðist vilja skoða glaðloftið, hún skaust fram að gera fæðingarstofuna tilbúna, kom svo stuttu seinna & náði í okkur. Ég lagðist uppí rúmið & nauðgaði glaðloftinu í ca korter, vá þvílíka himnaríkið. Ég var svo maukuð í hausnum að það var ekki venjulegt. Ég sendi fullt af fólki snapchat, án þess að hafa hugmynd. Afhverju tók enginn símann af mér?!

Hún setti upp einhvern æðalegg líka & oj það frussaðist blóð útum allt. Ég hló að því, hló! Takk glaðloft.

Ljósan skrapp svo fram í ca korter, kom svo & sagðist vera búin að tala við svæfingalækni til þess að ég gæti fengið mænudeyfingu. Talandi um snilling, hún var ss búin að kynna sér alla mína fyrri sögu & vissi hversu hrædd ég var, svo ég fékk nánast engu um þetta ráðið.

Þarna var ég komin með 3 í útvíkkun & klukkan orðin 17:30 ca. Svæfingalæknirinn mætir fljótlega & setur upp deyfinguna, ég fann btw ekki fyrir stungunum. Það var toppnæs! Svo fór deyfingin að virka & VÁ! Mænudeyfingin var ekki svona góð í minningunni. Dofin fyrir neðan mitti takk fyrir + glaðloft, þetta var ekkert svo slæmt. Ljósan tók af mér glaðloftið þar sem ég var hætt að geta talað & sá ekki neitt. Flott í miðri fæðingu Sandra. HAHA.

Kl 19 var ég komin með 8 í útvíkkun & stuttu seinna kom rembingsþörfin, sem er það versta við allt ferlið finnst mér. Mér líður svona ca eins & innyflin ætli öll útum rassgatið á mér í einu. Smekklegt.

Kl 19:45 ca byrja ég að rembast & það skeður bara ekki neitt, eeeeekkert. Alltíeinu er önnur ljósa, fæðingalæknir & barnlæknir komin inní herbergið. Ég hafði ekki hugmynd um afhverju. Fæðingalæknirinn sem btw er yndislegur maður kvetur mig þarna áfram eins & klappstýra. Kemur ekki bara í ljós að litli guttinn okkar horfir til himins, hann ss snýr með andlitið upp, sem er öfugt. Ekki sniðugt. Svo sogklukkan var munduð & það var togað & sogað & allskonar.

Á endanum eftir mikinn hasar, snýr hann sér & 2 hríðum seinna kemur hann, fallegastur allra, litla skottið okkar. Hann var svo ótrúlega slappur, alveg skjannahvítur, ég fæ hann í fangið í 3 sek & svo er hann rifinn af mér & skoðaður í bak & fyrir, fylgjan kemur & fæðingarlæknirinn tekur blóð úr honum til þess að mæla súrefnið í blóðinu. Það heyrist ekkert í barninu, ekki múkk, hann andar löturhægt  & er mjöööög slappur. Ég spyr & spyr & spyr afhverju hann gráti ekki & fæ engin svör. Einu gleðifréttirnar á þessu mómenti voru að það þurfti ekki að sauma mig, ekki NEITT.

Barnalæknirinn vill fara með hann upp á barnadeild & láta fylgjast með honum. Ég skipa Hannesi að fara með honum & elsku ástin mín vissi ekkert hvernig hann ætti að vera, hann vissi ekki hvort hann ætti að fara með stráknum & skilja mig eftir, eða láta strákinn fara & vera hjá mér, ég rak hann gjörsamlega með barninu.

eron5
Þarna er hann 3 sec gamall & ég fékk að hafa hann í 5 sec max.

Ég ætlaði síðan bara að standa upp & labba yfir í herbergið okkar, en er skipað að setjast í hjólastól & ég var keyrð yfir. Hannes kemur hlaupandi & segir mér að strákurinn sé allur að koma til & að við fáum hann líklegast eftir 1-2 tíma.
Kl 22:15, kemur ljósan með litla kraftaverkið okkar í vöggu inn & ég gleymi aldrei því sem hún sagði : „Ég er komin hérna með einn mjög svangan Lilli lá þarna & saug á sér hnefann ❤ Hann tók brjóstið strax eins & herforinginn sem hann er & við eyddum nóttinni í að dást af honum á milli þess sem við dottum.

Daginn eftir kemur fæðingarlæknirinn & lætur okkur vita að hann hafi dansað á línunni með að fá súrefnisskort í fæðingunni. Fullorðinn má ekki fara undir 7,3 í mettun en börn ekki undir 7,0 – Eron var 7,03 – Sem er ofsalega nálægt mörkunum. Á þessum tímapunkti var ekkert hægt að segja um hvað yrði, tíminn yrði að leiða það í ljós, sem var gífurlegt áfall fyrir okkur foreldrana en við ákváðum strax að taka bara því sem kæmi.

Við fórum heim tveim dögum seinna & síðan þá hefur allt gengið eins & í sögu. Eron Bent er lítill fullkominn gullmoli sem elskar fátt meira en pabba sinn & stóra bróðir. Hann er langt á undan hvað varðar þroska & við höfum engar áhyggjur af honum hvað þroskaskerðingu varðar. Ekki at the moment að minnsta kosti.

Í dag er hann rúmlega 11 mánaða með TVÆR tennur.
Hann breytir dimmu í dagsins ljós, hann er uppáhaldið okkar allra & ég myndi ekki vilja hafa hann neitt öðruvísi en hann er.

Það sjást engin merki um þroskafrávik. HVÍLÍK LUKKA.

eron4
Alltaf brosandi & í góðu skapi

Þið ykkar sem eruð ennþá að lesa, TAKK!

Þangað til næst

img_5090