Hvað skal gera á rigningadegi?

Alveg að koma október og byrjað að kólna úti og rigningin er að aukast.

Það sem ég elska við haustlægðina og veturinn er að gera eitthvað kósý saman á þessum riginingadögum.

Ég ætla að koma með nokkrar hugmyndir til að gera saman með fjölskyldunni eða bara þú og makinn þinn tvö saman ef það stendur til.

 • Mér finnst voðalega kósý að bræða súkkulaði og skera niður banana, epli og jarðaber og setja á fallegan bakka til að hafa með yfir kósý mynd með kallinum.
 • Baka eitthvað gómsætt saman, mér finnst rosalega gaman að baka og geri það alveg frekar oft, svo er svo gaman að baka saman með börnunum.( og borða það svo hehe)
 • Spila saman allskonar spil með börnunum ykkur, makanum eða jafnve bjóða nokkrum vinum í smá skemmtilegt spilakvöld á rigningadegi
 • Mála mynd, litla eða stóra og gerið listaverk með barninu/börnunum ykkar og ramma inn
 • Renna í bað, setja baðsalt og búbblur, maski í andlitið og slaka á (sniðugt að lesa bók á meðan ef eitthver er fyrir svoleiðis)
 • Spila tölvuleik saman ( með makanum þá)
 • Poppa popp og horfa á Disney mynd ( eða bara skemmtilega mynd )
 • Gera saman hús úr dýnum! Við gerðum það alltaf í sveitinni þegar það var rigingardagur. Byggðum húsið yfir sjónvarpið og notum lök lika til að tengja og vorum svo með popp í “húsinu“ og horfðum á mynd. Ef þið eigið ekki svona litlar þunnar dýnur sem hægt er að gera hús úr er líka bara hægt að ná í dýnuna af hjónarúminu og færa hana í stofununa og enda svo á því að gista bara í stofunni.
 • Föndra saman kort fyrir ömmu og afa, frænku, frænda eða bara hvern sem þið viljið og senda það svo.
 • Búa til leir og leira
 • Enn ein bíómyndahugmyndin heheh taka maraþon! Eru ekki allir til i chick flicks 😛
 • Fara í göngutúr og týna steina og mála þá svo þegar þið komið aftur inn

Vonandi finnið þið ykkur eitthvað að gera í rigningunni.

Þangað til næst!!

Snapchat- fialitlax98
Instagram- fiulius98

 

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: