Innlit í stofuna hjá Evu.

Ég & Alexander glímum bæði við þann veikleika að vilja breyta öllu á korters fresti.

Það gerðist hjá mér fyrir nokkrum vikum síðan, en þá færði ég annan sjónvarpsskápinn sem var undir sjónvarpinu inn í herbergi & skyldi 65″ sjónvarp eftir á pínulitlum skáp. Hehe.

Við vorum búin að ákveða að kaupa okkur nýjann sjónvarpsskáp ásamt klukku & myndir á veggina. Ég tók mér ansi langann tíma í að velja skáp undir sjónvarpið, en þar sem við erum með risastórt sjónvarp þá var það heldur ekki auðvelt. Á meðan lögðum við pening til hliðar, því svona innkaup eru alls ekki ódýr.

IMG_20180930_080836_523

 

Við vorum fyrir með Bestå sjónvarpsskáp úr Ikea & okkur fannst þeir rosalega flottir en við vildum helst að Nadia ætti ekki svona rosalega auðvelt með að hrinda sjónvarpinu. Þannig við enduðum á því að kaupa okkur þennan hérna skáp. Okkur fannst ótrúlega þæginlegt hvað lappirnar eru háar, en ég get ryksugað & skúrað þarna undan án vandræða.

IMG_20180929_191415_321

Svo kíktum við aðeins í Rúmfatalagerinn og ég endaði á því að kaupa mér þessa hillu á 25% afslætti. Mig hefur lengi langað, en aldrei einhvernvegin geta réttlætt þau kaup fyrir sjálfri mér, fyrr en núna! Plantan er úr Ikea.

IMG_20180930_081537_143

Þessi GUÐDÓMLEGA klukka kom líka með okkur heim. Ég mun aldrei geta réttlætt þennan 6.995-, sem hún kostaði en maður minn lifandi hún er svo falleg. Og stór.

IMG_20180930_081846_262

Við vorum með rosalega óbarnvænt sófaborð sem var kassótt. Við ætluðum okkur hinsvegar ekki að kaupa nýtt borð strax en sáum svo þetta sófaborð í Ikea og já, hver getur sagt nei við hringlóttu, fallega háu borði þar sem barnið getur ekki klifrað upp á eða stórslasað sig?

IMG_20180929_191805_968

Þetta er svo gamli sjónvarpsskápurinn okkar, sem ég henti inní forstofu og hef sem skóskáp. Okkur vantaði gríðarlega mikið pláss fyrir skó en vorum ekki að tíma að kaupa skóskáp. Þannig við nýttum bara það sem við höfðum. Gæruna keyptum við svo í Rúmfatalagernum svo notalegt væri að tylla sér á meðan maður færi í skónna.

instasize_180930082533.png

Svo að lokum keyptum við þessar 3 myndir í Ikea. Við gátum semsagt ekki valið hvorar við myndum taka – svo við tókum bara báðar!

Við erum ROSALEGA sátt núna. Ári eftir að við fluttum og loksins orðið heimilislegt hjá okkur.

IMG_20180930_082951_651