Hjólavagninn minn – skipulag

Þegar að við hjónin vorum að gera tilbúið fyrir Kristel Nótt þá var tengdamamma mín svo yndisleg að leyfa okkur að búa hjá sér á meðan að við vorum að safna fyrir íbúð.

Við fengum að nota 2 herbergi sem voru á móti hvort öðru á efri hæðinni, 1 fyrir okkur og 1 fyrir Önju Mist elstu stelpuna okkar. Inní okkar herbergi var lítið pláss fyrir mikið annað en kommóðuna okkar,rúmið og barnarúmið samt voða notalegt og var meira en nóg fyrir okkur Einsa! Rúmið hennar Kristelar var í litlu innskoti á móti rúminu okkar (innskotið var ætlað skáp) plássið var takmarkaði svo við urðum að finna leið til búa til pláss fyrir t.d bleygjur,grisjur,taubleygjur,krem,nefdropa,nefsugu,hitamæli og svo framvegis… svo ég fór á PINTEREST (ef þið eruð ekki á Pinterest mæli ég sterklega með því að þið kíkið á síðuna hjá þeim NÚNA)

Ég fann þessa snilldar grind á hjólum á pinterest sem ég gat svo nálgast í IKEA hún kostaði mig 6.990 ( einu bestu kaup sem ég hef gert eftir að kristel fæddist) þægindin og möguleikarnir eru endalausir! ég hafði ekki hugmynd um að ég yrði eins háð þessum blessaða vagni og ég er núna! að getað rúllað vagninum með fram eða í rauninni útum alla íbúðina er æðislegt! Ég hef dásamað þennan vagn útí eitt og er oft spurð útí hann á snappinu svo ég ákvað að henda í færslu!

Hér fyrir neðan koma myndir af hugmyndum um hvernig hægt er að nota vagninn á mismunandi vegu..

 

karfa3

Hugmynd af náttborði

karfa2

Dagbókar skipulagið

karfa6

Hugmynd fyrir baðherbergið

karfa14

Hugmyndirnar eru í raun endalausar

karfa15

Hugmynd fyrir eldhúsið

karfa16

Hversu fallegt ?

karfa9

hugmynd fyrir barnaherbergið

karfa10

hugmynd fyrir þrifin

karfa12

hugmynd fyrir eldhúsið

karfa8

Ég gæti sýnt ykkur endalaust af hugmyndum en þetta er bara brotabrot!

Vonandi kom þetta einhverjum að gagni

Þangað til næst

snapp