Kjúklingaréttur / uppskrift

Ég er svolítið týpan sem bara skellir einhverju saman þegar ég elda og ét það svo, oftast með bestu lyst.

Ég prófaði í gær þennann kjúklingarétt og hann kom mjög vel út og bragðaðist mjög vel, svo mig langaði að deila með ykkur uppskrift og því miður mjög svo óheppnuðum illa lýstum myndum, en það var orðið dimmt og auðvitað allar perur sprungnar en það skiptir svo sem ekki máli ahem..

Það sem þarf:

5 bringur
1 pakki beikon
Sveppir
1 paprika
1 rauðlakur
Þurrkaðir tómatar í olíu
Rautt pestó
Piparostur

Ég byrjaði á að skera grænmetið og setti það allt saman í eldfast mót.

Næst tók ég bringurnar og kryddaði aðeins með salti og pipar. Skar svo í miðjuna á bringunum og setti piparost sneiðar inní, næst vafði ég beikoni í kringum bringurnar og skellti þeim ofan á grænmetið.

Ég blandaði svo þurrkuðu tómutunum og pestóinu saman og hellti yfir allt.

Skellti þessu svo í heitann ofn i um 30-40 mínútur.

Þetta var ótrúlega gott þótt að myndin sé alveg hræðilega ógirnileg heheh og meira að segja Óli minn fékk sér 2 bringur, já TVÆR bringur, ég rétt svo næ að klára eina 😅

Þangað til næst ♡

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s