Ástin – Vinna sem þarf að sinna

Við

Þann 23 Mars í ár voru 2 ár síðan ég hitti uppáhalds fíflið mitt, ástina í lífi mínu, skemmtilegustu manneskju í heimi, besta vin minn.

Þetta var ógeðslega basic kvöld eitthvað, ég ein heima með son minn, hann sofnaður & mér leiddist, mikið. Ég downlodaði Tinder í símann minn & var búin að vera þar í ca korter þegar ég sé þennan ógeðslega fyndna gaur, lífið mitt var hrottalega boring á þessum tíma, þá á ég við einkalífið. Ég svæpaði like & það kom match, wtf? Í alvöru? Hversu geggjað?

Þið viljið kannski vita hvað var svona fyndið? Hann var með klósettbursta á myndinni, nei ég er ekki að plata &  rifna tuska eða einhvern fjandann á hausnum, þið leyfið ýmindunaraflinu að ráða 😉

Fyrsta skiptið sem við hittumst, rúntuðum við í ca 5 klst, eyddum heilum bensíntanki & hlógum ca allan tímann.

Þannig er sambandið okkar, hlátur alla daga.

við2

Við vorum trúlofuð eftir 1 & hálfan mánuð.
Sonur minn bað mjög snemma um að fá að kalla hann pabba, þeir eru nánari en nokkurntímann ég & strákurinn, við héldum fyrstu jólin okkar, 10 mánuðum eftir að við hittumst fyrst var ég orðin ólétt. 14 september 2017 giftum við okkur, þá var ég komin 9 mánuði tæpa á leið með yngri son okkar. 2 vikum seinna fæðist litla gerpið. Sem er núna orðin ársgamall! HA?

Fólk trúir okkur ekki þegar við segjum að við séum bara búin að vera saman í rúmlega 2 ár. En jú það er staðreynd.
Við byggðum sambandið okkar á sterkum grunni, frá degi eitt höfum við verið bestu vinir. Við erum saman alla daga (Fyrir utan þú veist þegar hann er í burtu að vinna sem er OFT kv bitur) mjög týpískir hlutir sem við erum spurð um eru
„Fáiði aldrei ógeð af hvort öðru?“ „Hvernig nenniði að hanga alltaf saman?“ „Er sambandið ykkar í alvöru svona gott?“

Einföld svör.
Nei við fáum aldrei ógeð.
Hvernig nennir þú að hanga svona mikið með bestu vinum þínum?
Já sambandið okkar er frábært, eins gott & við óskum okkur. 

Afhverju?
Vegna þess að við tókum meðvitaða ákvörðun um að vera saman, láta hlutina ganga, umfram allt vera vinir, tala saman, allt uppi á borðinu. Samband er vinna sem þarf að sinna & það er eitthvað sem er aldrei rætt nógu oft. Vissulega rökræðum við, erum ósammála en við vinnum saman, komumst að niðurstöðu, notum málamiðlanir, því það er í besta falli sanngjarnt á báða bóga.

Í dag erum við hjón með 2 börn á okkar framfæri. Öll fjölskyldan hans er fyrir sunnan & aðeins virkilega lítill partur af minni hér. Hann í fullri vinnu, ég í vinnu heimavið & með ungabarn. Hann í burtu öll sumur. Við komumst mjög sjaldan eitthvað bara 2, nánast aldrei en okkur finnst það í fína lagi.

Það er erfitt að vera með lítil börn & lítið stuðningsnet, en saman getum við allt. Þetta er hægt.

Það sem við gerum til þess að rækta okkur sem einstaklinga & sem hjón er í grunnin bara eitt – Fíflagangur, húmor, hlátur.

Það líður aldrei heill klukkutími án þess að ég stríði honum, pirri hann eða bregði honum, jú kannski þegar við sofum en það er samt mest fyndið að stríða honum þegar hann sefur.

Það er mikilvægt að hlægja saman, það er það, í alvöru.

Hann er besti vinur sem hægt er að eiga, alveg sama hversu heimskulegar flugur ég fæ í hausinn, hann er up for it, hann styður mig, hann hefur trú á mér.

Vinátta er lykillinn af góðu sambandi, á eftir því kemur traust & virðing, því jú maður á að virða & treysta vinum sínum ekki satt?

Það þarf ekki að kosta neitt að rækta sambandið sitt. Prófiði að slíta ykkur frá símanum, samfélagsmiðlum, stressinu í umheiminum & einbeitið ykkur að hvort öðru. Það er svooooo gott. Kveikiði á kertum, setjiði tónlist á & spjalliði saman um hluti sem skipta máli & hluti sem skipta engu máli. Spiliði spil. Gerið ekkert. Lífið er núna. Hættum að lifa í stressinu í kringum okkur, skiljum aldrei ósátt við neinn eða neitt, það er ekki þess virði.

Ástin á sér engin tímamörk, engin takmörk, ástin er nákvæmlega eins & þú vilt hafa hana. Lífið er allir litir regnbogans ef þú bara staldrar við & leyfir þér að njóta.

Þangað til næst

img_5090

P.s. Takk fyrir þessi mögnuðu ævintýralegu rúmlega 2 ár. Ég elska þig.