Nadia Esmeralda – 1 árs!

Þann 6.október síðast liðinn varð Nadia Esmeralda hvorki meira né minna en 1 árs!  Það sem ég beið lengi og spennt eftir þessum degi.

IMG_20181013_082557_024

En Nadia Esmeralda fæddist þann 6.október kl 23:33, sama dag og Axel litli bróðir hans Alexander.

Ég var mikið búin að stressa mig, svitna og hafa áhyggjur – sérstaklega þar sem daginn fyrir afmælið hennar lentum við í árekstri! 

En eins og kom framm á maedur.com snappinu þá pantaði ég afmæliskökuna hennar Nadiu ásamt 30 stk af kleinuhringjum hjá Tertugallerí Myllunnar, en fyrir 15 manna súkkulaðiköku með nammi og mynd borgaði ég 5.238-, og fyrir 30 stk af litlum kleinuhringjum borgaði ég 2.990-, nei þetta er ekki auglýsing – við vorum bara svo ótrúlega ánægð með gott verð, góða þjónustu og góða köku að ég varð að segja ykkur frá þessu!

 

Ég kíkti svo í Partýbúðina, en mér finnst fallega skreytt veisla mjög skemmtileg. Og sue me en ég keypti bara bleikt skraut, því mér finnst bleikur bara ótrúlega fallegur litur.

En ég keypti afmæliskertið á kökunni ásamt borðanum á kökunni þar. Einnig keypti ég skrautið sem sést í bakgrunninum þar. Glös, diska og skeiðar keypti ég líka í Partýbúðinni og eyddi ég einhvað um 12.000,- þar. Sem mér finnst mjög vel sloppið, svona líka miða við aðrar búðir sem ég hafði skoðað. Þetta er heldur ekki samstarf, bara ánægð mamma að finna flottar skreytingar!

 

Við Alexander erum bæði ótrúlega heppin með fjölskyldur. En mamma mín gerði svo 2 brauðrétti handa okkur, tengdamamma kom með kanilsnúða köku og lakkrísbita og tengdaamma gerði eina Magrengs köku. Ég gerði svo rice krispies fyrir 200 manns og pizzasnúða sem kláruðust áður en ég gat andað.

 

Litla prinsessan fékk svo ótrúlega margt fallegt í afmælisgjöf; Dúkku, kerru fyrir dúkkuna, kuldagalla, innan undir föt, kuldaskó og fullt af fötum.

Þangað til næst;

IMG_20180930_082951_651