5 atriði sem hjálpa við að auka sjálfstraust ♡

Óöryggi er eitthvað sem allir díla við eitthvern tímann, hvort það sé tengt útliti, persónuleika, gáfum eða öðru og það ýtir sjálfstraustinu niður.

Ég þóttist vera með mikið sjálfstraust á tíma og hugsaði alltaf í leiðinni ‘ já ég fæddist bara ljót og sætti mig við það ‘. Nei! Þarna var ég að tala illa til mín þótt ég hafi verið búin að „sættast“ við það að vera bara „ljót“ og vegna þess leið mér alltaf verr og verr með útlitið mitt og varð rosalega óörugg og meðvituð um allt sem mér þótti ljótt við sjálfa mig.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum ráðum sem hafa hjálpað mér, þetta er ekki einhver töfralausn ég á mína slæma daga eins og allir eiga, en þetta hefur samt hjálpað mér að hætta að vera leiðinleg við sjálfa mig og hjálpað mér að vera örugg með sjálfa mig, hvort það sé útlit, kringum ókunnugt fólk eða vinnu.

♡♡♡

1. Sjálfsást

Já, lærðu að elska sjálfa þig, talaðu fallega til þín og reyndu að ýta þessum ‘ æj þú ert svo ljót i dag, þú kannt þetta ekkert, hvað helduru að þú sért ‘ hugsunum BURT. Einblíndu frekar á að hrósa sjálfri þér, þú ert flott manneskja og þú getur allt.
Þegar þú vaknar á morgnanna segðu við sjálfa þig ‘ Ég er svo með þetta ‘ og labbaðu út með sjálfstraustið.

2. Hrós

Ég þekki það manna best að hunsa öll hrós sem ég fæ, ég hlæ vandræðalega, hugsa ‘ wtf ‘ og segji eitthvað asnalegt. Hættu því, taktu hrósinu og segðu takk! Þú átt skilið þetta hrós.

3. Hrósaðu öðrum

Já hrósaðu á móti, mér líður vel þegar ég hrósa fólki og það bætir daginn minn að sjá að hrósið gerði gott fyrir einstaklinginn. Það er nefnilega erfitt fyrir marga að hrósa öðru fólki, en þegar þú byrjar þá muntu finna að öryggið stækki hjá þér.

4. Einblíndu á styrkleika þína

Það er svo mikilvægt fyrir okkur að sjá hverjir styrkleikar okkar eru og þegar þú finnur þína styrkleika einblíndu á þá og notaðu þá! Þeir verða þá sterkari og sterkari og þú öruggari og með meira sjálfstraust.

5. Taktu frumkvæðið

Já, ef það er sætur strákur/sæt stelpa sem þér lýst vel á, labbaðu að manneskjunni og talaðu við hana, bjóddu henni a deit! Eða ef þú ert i nýrri vinnu, talaðu við samstarfsmenn þína, ég veit að það er erfitt en þegar þú byrjar þá er þetta ekkert mál.

Ég hef líka verið feimna týpan en þegar ég byrjaði að hugsa ‘ segðu þetta bara, gerðu þetta bara, þetta er ekkert mál ‘ þá minnkaði feimnin og ég varð öruggari með sjálfa mig. Ég veit að það er erfitt þegar sjálfstraustið er lítið sem ekkert en þá bara fake it til you make it, ýttu sjálfri þér áfram!

Show up in every single moment like you’re meant to be there

Þangað til næst ♡

Ein athugasemd á “5 atriði sem hjálpa við að auka sjálfstraust ♡

Lokað er fyrir athugasemdir.