Jólin nálgast….. & stressið, eða hvað?

Afhverju þarf allt að vera stress?

Þegar ég var barn voru jólin kósýtími, maður slappaði af, skoðaði gjafirnar sínar, spilaði & borðaði á sig gat.
Í seinni tíð finnst mér þetta allt saman hafa snúist uppí andhverfu sína.
Hvað varð um hátíð ljóss & friðar?
Hvað varð um rólegheitin?
Jújú með komu gervihnattaraldar hurfu þessi gildi.
Börnin eru hætt að fá það sem þeim vantar eða það sem nýtist & fá í staðin eitthvað alveg allt annað, eitthvað svo miklu meira & dýrara.
Símar, ipadar, tölvur & svona mætti lengi telja, bíddu þegar ég var yngri var þetta vegleg fermingargjöf! Núna? Glætan. Jólapakkarnir eru hættir að vera spennandi & eru orðnir sjúkleg pressa á okkur.
Aðfangadagskvöld er orðið að stressi!
Það verða allir að vera reddí um 6, með bindið hálf kæfandi um hálsinn, maturinn komin á borðið & gólfin öll nýbónuð. Afhverju? Í alvöru!
Við fjölskyldan vorum öll á náttfötunum, ég skúraði ekki, það voru enn jólakort sem átti eftir að bera út, yngra barnið átti ennþá óopnaða pakka & ég get alveg haldið áfram að telja, en á ég að segja ykkur?
Jólin komu samt & voru bestu jól sem ég hef átt❤
Engin veit sína ævi fyr en öll er, munum að staldra við & njóta.
Sjáum lífið með augum barnanna okkar.
Gefum okkur tíma. Jólin koma samt.
Þangað til næst.
Kveðjur frá minni fjölskyldu til þinnar ❤️
img_5090

Ein athugasemd á “Jólin nálgast….. & stressið, eða hvað?

Lokað er fyrir athugasemdir.