Fósturmissi

Èg ætla að deila með ykkur stuttlega mina reynslu af fósturmissi.

Eftir að ég átti Adríönu fór ég á pilluna nokkrum mánuðum seinna. Var a henni í soldið tíma. Ég byrjaði aldrei strax a túr þegar eg tók pillupásu svo þessa pillupásu var ég ekki með neinar áhyggjur á að eg væri ekki byrjuð.

Á fjórða degi á pásunni fann ég allt i einu fyrir rosalega miklum verkum i leginu. Ég hljóp inna bað og þá kom rosalega mikið blóð. Mèr sýndist eg sjá litið fóstur þegar eg skeindi mér. Eg fór fram og sagði við Arnar að eg hèldi að ég hafi verið að missa fóstur. Við fórum og lètum kikja a mig næsta dag og fengum þetta staðfest. Eg var komin bara eitthverjar 5-6 vikur.

Ég vissi ekki alveg hvernig mér átti að líða, ég vissi ekki að ég hafi verið ólétt og var þvi mjög ringluð i hausnum. Stundum leið mer illa og stundum var ég fegin þvi eg er engan vegim tilbuin i annað barn strax.

Þetta var mjög skrítin og óþæginleg tilfinning en þegar eg hugsa til baka þa er eg fegin. Ég var ekki á góðum stað andlega, seinasta meðgangan min var viðbjóður andlega séð og hefði þessi meðganga þa örugglega gengið frá mér, við vorum ekki i okkar eigin íbúð og illa stödd fjárhagslega.

Þetta er min reynsla.

Takk fyrir að lesa

Þangað til næst.

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: