MUST HAVES FYRIR BARNIÐ

Must haves eða ekki?

Ég var 18 ára þegar ég varð ólétt af Óla og viðurkenni fúslega að ég pældi ekki í neinu, hvað við þyrftum að eiga og þess háttar. Ég tók bara við öllu sem mér var gefið og pældi ekki meir í því.

En þegar ég varð ólétt aftur með Villimey þá pældi ég aðeins meira í þessu og margt sem ég keypti var bara algjör óþarfi og peningasóun (fyrir mig allavega) Hérna er listi sem mér finnst vera must have.


1. Vagga

Ég fékk lánaða bast vöggu á hjólum fyrir Óla og var það algjör lifesaver, ótrúlega þægilegt og fyrir mér algjört must have en þær eru dýrar svo ég keypti ekki þegar ég var ólétt af Villimey, en ég fann hvað mig vantaði vöggu og langaði í, þannig ef þið hafið tök á því eða vitið um einhverja vöggu í geymslu hjá einhverjum þá um að gera að fá sér!

2. Brjóstapúði

Mikilvægasti hluturinn minn fyrir utan börnin var brjóstapúðinn! Notaði hann mikið á meðgöngunni með Villimey, var með mikla grindagliðnun og púðinn hjálpaði helling. Svo auðvitað þegar það kom að brjóstagjöfinni, það er svo mikilvægt að vera í réttri og þægilegari stöðu uppá að þú fáir ekki vöðvabólgu eða líði óþægilega á meðan þú ert að gefa. Sama gildir um pelabörn!

3. Hreiður

Ok þetta er ekki beint must have en þetta er lúxus vara og gott að hafa, notaði þetta ekki með Óla og fann ekkert fyrir að ég þurfti á þessu að halda en notaði á Villimey og fannst mjög þægilegt svona fyrstu vikurnar. Þannig ef þú getur fengið þetta gefins eða ódýrt þá já mæli með!

4. Skiptitaska

Góð skiptitaska skiptir máli! Mér var gefin taska þegar ég átti Óla sem var ekki gerð sem skiptitaska og fannst mér mjög pirrandi að hafa allt útum allt, elska þessa tösku samt og nota hana mikið í ferðalög í dag enda risastór! En með Villimey ákvað ég að kaupa frá Ali frænda svona típíska tösku með hólfum útum allt, það er svo gott að hafa töskuna skipulagða og allt á sínum stað. Ekkert vesen.

5. Angel Care

Ég fékk í gjöf Angel care tæki þegar Óli fæddist og mér fannst þetta algjör draumur að hafa og notaði mikið, enda svaf Óli mikið úti í vagni. Ég er ekki með aðstöðu til að hafa Villimey úti svo ég fékk mér ekki. En finnst þetta algjört must have ef börnin sofa í öðru herbergk eða ef þið hafið aðstöðu og ætlið að láta börnin sofa úti á daginn.

6. Ömmustóll

Algjör lifesaver að hafa ömmustól, ég notaði á Óla og með Villimey mikið. Ótrúlega þægilegt að hafa þegar barnið er pirrað eða þegar þú þarft að kíkja í sturtu, elda eða hvað sem er.

7. Burðarsjal/poki

Þetta var must fyrir mig fyrstu mánuðina hjá báðum krökkum, og notaði ég þetta mikið sérstaklega með Óla. Bara muna að fjárfesta í góðum poka eða sjali.


Vona að þetta nýtist ykkur sem eigið von á ykkur eða nýbúnar að eiga ♡

Þangað til næst,

Ein athugasemd á “MUST HAVES FYRIR BARNIÐ

Lokað er fyrir athugasemdir.