Marengsbomba með snickerskaramellu kremi

Jæja marengs perrar hér er ein góð fyrir ykkur

Nú fer að koma að afmælinu hennar Önju Mist og langaði mig í tilefni þess að deila með ykkur Marengstertu sem hefur fylgt mér í gegnum árin! Þetta er með fyrstu tertunum sem ég lærði að búa til

Þegar að ég var um 18-19 ára bjó ég hjá yndislegri konu sem heitir Guðrún hún vakti ef svo má segja áhugann minn á matargerð, og hef ég ekki stoppað síðan!

Þessi terta klárast alltaf undantekningarlaust og hefur hún fylgt mér í báðar skírnarveislurnar hjá stelpunum, í ógrynni af afmælisveislum hjá börnunum mínum og öðrum!

Hér fyrir neðan kemur svo uppskriftin!

(þið getið í rauninni notað hvaða púðursykur marengs botn sem er en það er kremið og rjóma fyllingin sem gerir tertuna svona einstaka)

Fyrir skírnaveisluna keypti ég marengsbotnana! fást góðir í krónunni!

 

Botn

3 stk eggjahvítur
150 gr púðursykur
80 gr sykur

Byrjið á því að hita ofninn í 150 (blástur)
Þeytið eggjahvítur og bætið báðum tegundum af sykri saman við, þeytið þar til hann er orðin léttur og ljós!! setjið síðan í form og bakið í 40 mín!

Rjómafylling

Rjómi 250 gr
3 snickers

Byrjið á því að skera snickersið í þunna bita, þeytir rjóman og blanið snickerbitunum varlega saman við!

Krem

Snikkers 2 (fer eftir smekk)

Eggjarauður 3

Bræðið snickers og þeytið síðan með eggjarauðunum þangað til að kremið verður ljóst.

Ef ykkur finnst kremið of lítið endurtakiði uppskriftina!! (það er aldrei of mikið af kremi í þessu tilfelli)

Þegar að ég var í fæðingar orlofi með Önju Mist fékk ég æði fyrir marengs rósum!
ég er með uppskriftina af henni fyrir þá sem hafa áhuga hér fyrir neðan!

 

Marengs rósir

6 egghvítur
400 g púðursykur
1tsk lyftiduft

marengs1

Byrjið á því að hita ofninn í 150 gráður (blástur) Þeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn saman þangað til að hann er orðin ljós og þéttur bætið síðan lyftiduftinu og hrærið rólega saman við með sleif , Setjið síðan smjörpappír á plötu og byrjið að sprauta,

sutur

Fyrir þá sem ekki vita lítur stúturinn svona út

Svo getiði notað hvaða fyllingu sem þið viljið, um að gera að prufa sig áfram.

Vonandi hafiði ánægju af þessari uppskrift þetta er svo sannarlega uppáhalds marengs tertan mín og slær hún í gegn í öllum boðum.

Þangað til næst.

snapp