Kíktu í heimsókn!

Home details eða litlu hlutirnir (er það rétt þýðing?), er eitthvað sem gefur heimilinu líf og karakter.

Ég er með algjört blæti fyrir allskonar smáhlutum/aukahlutum sem gerir heimilið skemmtilegra og fallegra. Ég kaupi allavega alltaf einn hlut i hverjum mánuði, það klikkar ekki.

Við Almar erum búin að búa saman i rúm 4 ár og erum svolítið ennþá að reyna finna „okkar“ stíl a heimilið, stundum finnst mér skandanavískt rosalega fallegt en stundum finnst mér það voðalega líflaust, stundum finnst mér svona „boho“ look voða flott en seinna barnalegt.. svo vil ég oft hafa bara allt sjáanlegt og allskonar drasl útum allt, en þá finnst mér bara vera allt of mikið rusl heima hjá mér.. Ég hef reynt að finna nokkra stíla sem mér finnst fallegir á myndum og bara blanda þeim saman, það er svo gaman að leika sér með þetta. En allavega nóg um þetta blaður, mig langaði að sýna ykkur smá innlit af mínum uppáhalds stöðum/vörum heima hjá okkur. Værsgo!

Kláruðum loksins að mála þennann vegg í stofunni okkar og varð Gyðjugrænn frá Slippfélaginu fyrir valinu, hann er frekar dökkur en alveg svakalega kósí og róandi.

Elska þessar hillur, en ég keypti þær í rúmfatalagernum. Málaði þær fyrst gráar en málaði svo aftur með gyðjugrænum og finnst þetta koma bara ágætlega út.
Lundinn er frá Epal, ananasinn er úr verslun hérna fyrir vestan en hægt að fá svona útum allt held ég og svo gervi plantan og potturinn frá Ikea.

Myndahornið okkar, er svona a báðum áttum hvort ég vilji hafa þetta svona eða taka hillurnar og hengja myndirnar á vegginn, en eins og er er ég sátt með þetta svona. Og pálminn sem ég fékk frá pabba nýtur sín í botn þarna.

Ok þetta er ekki allra a heimilið en þetta er smá einkahúmor hjá mér og Almari og fyrata gjöfin sem eg gerði og gaf honum og þykir mér rosalega vænt um þetta.

Þessi hilla er frá rúmfatalagernum og smáhlutirnir bara heðan og þaðan. Búdda hausinn fékk ég gefins og málaði svartann. Finnst ótrúlega gaman að raða í hilluna og er hun aldrei eins lengur en 2 vikur.

Óla hornið 💕

Linkur á þetta verkefni hér.

Elska þessa gervi hauskúpu, keypti hana hjá Camelia.is á frábæru verði!

Kertin þurftu auðvitað að vera svona aumingjaleg fyrir myndatöku. En þessi skenkur er frá rúmfatalagernum og mér er farið að þykja mjög vænt um hann, fyrst langaði mig í svona bestå Ikea skápa en svo völdum við þetta, fannst þetta aðeins heimilislegra og kósí.

Blómið heitir gangandi eða ráfandi gyðingur og er uppáhaldið mitt!

Finnst þessi budda stytta algjört æði, keypti hana líka hjá camelia.is og nei engin auglýsing hér.

Jæja, ætla ekki að hafa þetta lengra. Þangað til næst 💕