Afþreying fyrir börnin í jólafríinu

ÞETTA ER TÍMINN.. já ég er gríðarlega spennt fyrir jólunum, ég er ein af þeim sem skreytir í nóvember.

Það er gjörsamlega allt við jólin sem ég elska!
Mér finnst snjórinn svo dásamlega fallegur og skemmtilegur, lyktin af piparkökum, grenitrénu og ljósin sem umvefja heilu hverfin.

Fjölskyldan gefur sér tíma til að eyða kvöldstund með ættingjum sem þau hafa ekki séð lengi, nýjar hefðir skapast, Kakó, jóla öl og góðar jólamyndir umvafin börnunum mínum og manni! Þessi tími er mér svo kær.

Ég og vinkona mín erum búnar að mæla okkur mót fyrstu helgina í desember þar sem þessi dagur verður sérstaklega tekin frá fyrir börnin okkar, þar munum við föndra, skreyta piparkökur, horfa á jóla mynd og drekka saman heimalagað kakó með rjóma.

Mér finnst æðislega gaman að grúska og leitast eftir hugmyndum af því sem hægt er að gera með barninu sínu í jólafríinu!

Hér fyrir neðan eru hugmyndir sem ég hef sankað að mér, vonandi hafiði gaman af.

 • Baka smákökur og hlusta á jólalög

Að baka er frábær skemmtun sem flest öll börn vilja taka þátt í, Þeim finnst mikilvægt að vera partur af því sem við erum að gera hvort það sé að  hjálpa við að setja hráefnið ofan í skálina eða bara fá að sleikja skeiðina!

 • Spila – hugmyndir fyrir neðan
  Ódýr spil sem duga fyrir 2 Með spilastokk
  Veiðimaður
  langavitleisa
  Hæ Gosi
  Skítakall
  Ólsen Ólsen
  Svarti pétur
  KleppariAnnarskonar spil
  jatzy
  MikadoÞað er hægt að leika sér endalaust með þennan lið! Það eru ótal spil sem vekja athygli hvers og eins, alveg frá því að spila á gamla góða spila stokkinn og í að fara saman útí búð og velja spil saman sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í.
 • Föndra með börnunum sínum
  Það eru ÓTAL hugmyndir af föndri sem þú getur gert með barninu þínu, ég nota Pinterest mér til halds og traust þar eru ógrynni af skemmtilegum hugmyndum eins og t.d. má sjá fyrir neðan.

hreinddyrhreyndyrhreyndirhreyndir1hreyndir3hreyndir4hreyndir6hreyndir8hreyndir76

Möguleikarnir eru endalausir
hrei

jólin min

 

 • Skreyta piparkökur  

Það er hægt að finna piparköku sett í krónunni með glasúr til að skreyta! Annars er vel hægt að búa þetta til sjálfur! Anja dundaði sér lengi við að skreita í fyrra og hafði gaman af! að skreytingu lokni, er hægt að skreyta jólatréð með piparkökunum!

 • Perla jólaskraut á jólatréð eða í pakkan til ömmu og afa 

Þegar að ég var lítil var mamma mjög dugleg við það að perla jólaskraut sem við gátum svo skreitt jólatréð og gluggana okkar með, ég þakka mömmu fyrir þessa skemmtilegu minningu.

 • Föndra jólakort fyrir þá sem þú elskar 

Alveg frá gömlu góðu tré litunum og uppí lím og glimmer. Það er hægt að leika sér endalaust.

 • Lesa saman og drekka kakó á köldu vetrar kvöldi!

Ég veit ekkert meira kósý en að kúra uppí sófa með góða bók og heitt kakó með nóg af rjóma! þessar stundir eru ómetanlegar, þetta eru einmitt stundirnar sem börnin muna eftir.

 • Allir út

Búa til snjókarll
búa til snjóhús
Sleða,bretti, skíði. Ferð upp í bláfjöll eða bara í brekkunni heima!

 • Labba niður í bæ Hvort sem það sé í Reykjavík,hafnafirði,Akureyri eða Keflavík er alltaf gaman að labba niður í bæ skoða mannlífið og ljósadýrðina! Stoppa svo kanski á bókasafninu á leiðinni heim.

Vonandi kom þetta ykkur að gagni!
Þangað til næst

snapp