Trufluð skúffukaka!

Eg hef bakað margar gerðir af skúffuköku og er þetta sú allra besta sem eg hef nokkurn tímann smakkað!

Ætla að deila henni herna með ykkur!

Byrja a þvi að hita ofninn 200gráður, blástur

Þessi uppskrift er fyrir djúpa ofnskúffu

 • 3 dl sykur
 • 3 dl púðursykur
 • 3 egg
 • 255 gr smjör, brætt
 • 7,5 dl hveiti
 • 1,5 tsk. matarsódi
 • 1,5 tsk. lyftiduft
 • 4,5 tsk. vanillusykur
 • 1,5 dl. kakó, sigtað
 • Sirka 4 dl karmellusúrmjólk (nákvæmt 3,75dl)
 • 1,5 dl vatn, sjóðandi heitt

Aðferð!

 1. 1. Bræðið smjörið og látið það kólna aðeins
 2. Hrærið saman sykri,púðursykri og smjörinu mjög vel saman
 3. Bætið úti einu eggi i einu og blandið vel
 4. Öll þurrefni sett úti og blandað
 5. Setjið karmellusúrmjolkina og sjóðandi heitt vatn i sitthvor skálina
 6. Setjið sirka helmingin úr báðum skálunum ofaní og blandið saman eins lítið og hægt er! Bara þangað til hráefnin hafa blandast saman
  Setjið hinn helminginn úr báðum skálum og gerið eins!

Smyrjið skúffuna og setjið i ofninn á 200 gráður með blæstri, bakið i sirka 20 mín eða þar til kakan hefur losnað frá köntunum og er bökuð í gegn í miðjunni.

Kökukrem

 • 150 gr smjör, mjúkt
 • 200 gr flórsykur
 • 4,5 msk kakó
 • 1/2 dl kaffi (má setja minna og bæta þa við mjólk ef kremið er of þykkt)

Hrærið smjörið þar til það er orðið kremkennt. Sigtið flórsykur og kakó saman og blandið því síðan smátt og smátt við smjörið. Setjið svo kaffið úti og blandið.

Berið svo kremið a kalda kökuna og vola😍😍

Eg setti nýja karmellukurrlið á frá nóa Síríus en folk setur ofana það sem þeim finnst best ❤️

Verði ykkur að góðu 👌🏽

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: