KARDASHIAN ÖLDIN?

Be your own kind of beautiful

Ég hélt alltaf og vonaði að ég yrði bara stráka mamma því i sannleika sagt hræddist ég við það að eignast stelpu. Sem svo gerðist, eignaðist litla fullkomna stelpu og hræðslan svoleiðis rann yfir mig.

Samfélagið sem við búum í er bara svo svakalega óheilbrigt.. og líka fyrir strákana okkar en það er efni í aðra færslu.

Ég var mjög ung þegar ég byrjaði að pæla í líkamanum mínum, hvað ég væri feit, svo kom kynþroskinn og ég fékk slit á lærin, guð hvað mér fannst ég vera ógeðsleg, allar konurnar í sjónvarpinu og í blöðunum voru silkisléttar og grannar.

Í dag er þetta verra, maður skrollar í gegnum Instagram og sama manneskjan á hverri mynd, fylltar varir, stærri brjóst, lítið mitti og sömu fínu fötin. Allar auglýsingarnar um matinn sem grennir þig og fötin sem gerir þig flotta, svona ‘ hey gerðu þetta og þá ertu flott ‘

Og þetta gerir mig bara andskotans reiða stundum.

Ungar stelpur að mála sig eins og Kardashians liðið til að lýta vel út, ungar 13-15 ára stelpur.

Hvað er að gerast?

Og ég pæli i þessu mikið sjálf, ef ég væri bara 5-10 kílóum léttari þá fengi ég minna mitti, ef ég myndi fá mér fyllingar í varirnar þá væri ég fallegri.

Pointið mitt hérna er alls ekki að fara katdashian/jenner shame-a allar konur sem kjósa að líta þannig út EN það er eitthvað mjög athugavert við það að 14 ára stelpur fara i þessa átt, finnst mér persónulega.

Hvernig er hægt að breyta þessu? Er þetta kannski orðið eðlilegt í dag? Og er ég bara orðin svona gamaldags 25 ára?

Svo já ég er hrædd um litlu stelpuna mína, hvernig samfélagið verður þegar hún er orðin unglingur. En ég mun minna hana á að hún er falleg að innan sem og að utan, nákvæmlega eins og hún er. Við þurfum ekki að passa í þennann „fullkomna“ kassa, hvað er gaman við það?

En ég ætla að stoppa hérna áður en ég byrja að tala í hringi.

& eitt að lokum, þú ert falleg/ur nákvæmlega eins og þú ert.