DIY kertastjaki úr kerti!

Átt þú fallegt kerti sem þú týmir ekki að brenna? Þá er um að gera að búa til kertastjaka úr því!

Taktu kertið og kveiktu á því.

Leyfðu því að brenna sirka 2 cm niður, eða stærðina af spritt kerti.

Slökktu þá á því og stráðu smá salti í vaxið! Já þið lásuð rétt! Salti!

Saltið virkar þannig að næst þegar vaxið hitnar þá bráðnar það ekki! Saltið frystir í rauninni vaxið.

Settu svo fallegt spritt kerti ofan í gatið sem hefur myndast á kertinu og voila! Þú átt þetta kerti að eilífu sem fallegan kertastaka!

Hérna er fyrsta kertið sem ég gerði sjálf, ég leyfði því ekki að brenna nægilega langt niður þess vegna stendur spritt kertið svolítið uppúr.