Gómsætar hafrakökur

Góðan daginn kæru lesendur!

Um helgina var Villimey lasin og komum við engum mat ofan í hana, ég bakaði hafrakökur í von um að hún myndi borða eitthvað, sem hún gerði og með bestu lyst!

Ég fann engar uppskriftir sem hentaði okkur og ákvað að taka þetta bara fríhendis (er svo klikkuð).

Þetta er eggjalaus og mjólkurlaus uppskrift þar sem hún er með ofnæmi fyrir því.

Innihald:

• 1 1/2 dl hveiti
• 1/2 tsk matarsódi
• 1 tsk kanill
• 1/2 dl sykur
• 1/2 tsk salt
• 2 1/2 dl Hafrar
• 1 stappaður banani
• 1/2 dl olía
• 1 msk haframjólk
• 1 dl rúsínur

Byrja á að blanda þurrvörum saman og blanda svo rest út í. Ég bakaði þetta í 15 minútur við 150° hita með blástri. Það hefði verið ótrúlega gott að setja súkkulaði bita í en ég átti það ekki til.

En allavega voila! Einfaldara gat það ekki orðið!