Að samgleðjast

Árið er 2018 & við erum ennþá að ströggla við að samgleðjast? Hvað er það?

Núna þegar ég er búin að ná athyglinni þinni, þá langar mig að segja þér smá sögu.

Ég á vinkonu, meira segja get ég sagt að hún sé meira en það, hún á svo stóran part af hjartanu mínu að hún labbar með það í vasanum um götur bæjarins.  Hún er manneskjan stendur alltaf með mér & ég veit fyrir víst að hún vill bara það besta fyrir mig & ekkert minna.

Á ég að sjokkera ykkur smá? Hún er líka bloggari. Á annari síðu.
Við erum í samkeppni halda allir en nei, ekki séns.
Ég er svo glöð hvað henni gengur vel í því sem hún gerir því það að skrifa fer henni sjúklega vel, hún er ótrúlega flottur penni & það verður aldrei tekið af henni. Ég samgleðst henni! & vitiði það er mögulega það auðveldasta sem ég geri. Ég er svo óendanlega stolt af henni að, hún er bara nákvæmlega eins & hún er & það er ekkert sem mun hagga henni, ekkert – Nema þegar ég hrindi henni – Djók.

i1

Afhverju, AFHVERJU þarf allt að vera keppni?
Afhverju þarf að vera afbrýðisemi?
Það er 100 sinnum auðveldara að samgleðast einhverjum heldur en að vera afbrýðisamur eða með frekju! Ég lofa, ég hef prófað bæði.
Það tekur líka miklu minna á að brosa en að vera í fýlu, það er staðreynd, vísindalega sönnuð.
Lífið er ekki fylgi á samfélagsmiðlum, lífið er ekki like & komment á statusa, myndir & annað. Lífið er ekki samstörf, auglýsingar & það allt.

LÍFIÐ ER FJÖLSKYLDAN ÞÍN. LÍFIÐ ERU VINIR ÞÍNIR. LÍFIÐ ER NÚNA.

Erum við bara í alvöru ekki komin lengra en þetta?
Ég neita að trúa því.

Tökum okkur tíma í amstri dagsins, hrósum hvert öðru, samgleðjumst, verum jákvæð, það er svo miklu skemmtilegra!

i2

Takk Ingibjörg fyrir þig.

Þið sem viljið fylgjast með hæfileikaríku vinkonu minni endilega kíkið á instagramið hennar : iingibjorgeyfjord

Þangað til næst, samgleðjumst hvort öðru ❤

img_5090