Kæra móðir!

Hver kannast ekki við að þurfa fleiri klukkutíma í sólarhringinn?

Það þarf að ganga frá þvotti, setja í vél, ganga frá heimilinu, gera heimalærdóm, elda matinn, ganga frá matnum, leika við börnin, tannbursta, hátta og koma öllum uppí rúm.
Þá er þvottavélin búin, svo þú eyðir kvöldinu þínu í að taka til eftir leik kvöldsins og hengja upp þvott. Þarna er klukkan orðin alltof margt og þú þarft að koma þér í háttinn því það er vinna, skóli og dagmamma daginn eftir.
Svona gengur vikan, mánuðurinn og jafnvel árið.

,,Hvernig kemst ég í gegnum þetta?!“ hugsaru.

Kæra móðir.
Þú mátt ekki týna sjálfri þér í amstri dagsins.
Þú skiptir máli. Þú þarf að hlúa að sjálfri þér líka. Þú átt skilið að setjast uppí sófa, kveikja á sjónvarpinu og ekki hugsa um allt sem á eftir að gera. Það kemur dagur eftir þennan dag. Stundum þarf maður bara að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig og anda. Núllstilltu sjálfa þig reglulega. Það er lífsnauðsynlegt.

040f51c9de08014df9feaa42414b70e9-01