Samverudagatal – Hugmyndir

Við fjölskyldan höfum síðastliðin ár haft samverudagatal í Desember til þess að telja niður jólin, okkur finnst þetta æðislegar stundir daglega & við myndum aldrei vilja sleppa þessu, uppáhalds tími ársins hjá okkur klárlega. Einnig finnst mér sem móður mesti plúsinn vera að það er ekkert súkkulaðiát kl 07 á morgnanna.

Ég ákvað að deila með ykkur útgáfunni okkar þetta árið, vona að þið hafið gaman af.

 1. Spila spil fyrir háttatíma
 2. Fara í Jólahúsið – Við búum á Akureyri.
 3. Búa til jólailm í potti.
 4. Perla jólamyndir.
 5. Horfa saman á jólamynd þegar litli bróðir er sofnaður.
 6. Lita jólamyndir saman.
 7. Eldri guttinn fer til Rvk.
 8. Ennþá í Rvk.
 9. Kemur heim – Fara út að labba með vasaljós.
 10. Skreyta piparkökur.
 11. Skórinn út í glugga & Natan má ráða.
 12. Gefa fuglunum brauð.
 13. Búa til hús í stofunni.
 14. Fara á skautadiskó.
 15. Fara í bíó.
 16. Fara í jeppaferð með pabba.
 17. Byggja lego saman.
 18. Setja saman piparkökuhús.
 19. Fara í bakaríið saman.
 20. Versla jólagjafir með mömmu.
 21. Sofa með pabba í stofunni.
 22. Versla jólagjafir með pabba.
 23. Spila spil saman.
 24. Setja pakkana undir tréð – Gleðileg jól!

Jiiii hvað ég er spennt.

Þangað til næst ❤ img_5090