Ekki dæma.

Ekki leyfa þér að dæma.

Mig þó ég geti ekki hitt þig núna.
Mig þó ég geti ekki spjallað akkurat núna.
Mig þó að ég komist kannski ekki í allar allar veislur eða viðburði. 
Mig þó heimilið mitt sé í rúst & ég liggi í sófanum & hreyfi mig ekki.

Vefjagigt er eitt það óútreiknanlegasta sem þarf að lifa með. Hvað þá þegar heimurinn er komin ansi stutt á veg með að samþykkja þennan sjúkdóm en ekki dæma fólk sem aumingja & letingja.

Mér líður kannski rosalega vel í dag en eins & skriðdreki hafi rúllað yfir mig á ógnarhraða á morgun. Ég veit aldrei hvað bíður mín, ég get aðeins beðið af mér storminn & reynt að gera allt sem ég get gert & kann að gera til þess að lina verkina & setja plástur á sálina. Hvað sem það er, þá er ég að gera mitt besta til þess að hjálpa sjálfri mér. 

Við skulum fara aðeins yfir einkennin í stuttu máli svo þið skiljið betur.

„Allir vefjagigtarsjúklingarnir eru með langvinna stoðkerfisverki.   Algengastir eru þrálátir seiðingsverkir í hálsi  og herðum sem og í mjóbaki og á utanverðum mjaðmasvæðum.  Auk þess eru margir með verki í upp- og framhandleggjum, stundum með dreifðum verkjum í höndum og samfarandi kraftleysi/klaufsku.   Verkir í lærum og kálfum eru einnig algengir, einnig verkir í iljum og tábergi.   Þannig eru sumir vefjagigtarsjúklingar „alverkja”.  Margir segja verkina að öllu jöfnu vera 5-7 stig á 10-skala en aðrir skora verkina 8-9 stig.   Til viðbótar þessum stöðugu verkjum kvarta margir yfir stirðleika  í skrokknum sem getur verið æði hamlandi.   Þannig segjast margir sjúklingar vakna endurtekið um nætur bara við það að snúa sér í rúminu.   Eins draga verkir  með stirðleika oft úr hreyfifærni á morgnanna. “ Tekið úr grein eftir Arnór Víkingsson.

Athugið að einkennalistinn er ekki tæmandi

A.  Einkenni sem nánast allir hafa
Útbreiddir stoðkerfisverkir
Stirðleiki
Þreyta
Svefntruflanir

Einkenni sem allir hafa
Áberandi á nóttunni og morgnana
Vaknar þreyttur eða búinn með orkuna fljótt.
Sefur laust, vaknar oft yfir nóttina
B.  Geðheilsa og hugsun
Þunglyndi
Kvíði
Heilaþoka

Ýmist orsakaþáttur eða afleiðing
vefjagigtar.
Ýmist orsakaþáttur eða afleiðing
vefjagigtar
Fylgir gjarnan þreytu og streitu
C. Einkenni tengd ósjálfráða
taugakerfinu        
Hjarta- /æðakerfi
Öndunarfæri
Meltingarfæri
Þvagfæri/kynfæri
Húð
Háls, nef, eyru
Ónæmiskerfi
Taugakerfi
Hraður hjartsláttur, lágur
blóðþr., hand-/fótkuldi
Hósti, hæsi, andþyngsli,
takverkur
Kviðverkir, hægðaóregla,
fæðuóþol, ógleði
Tíð þvaglát, blöðruverkir,
slæmir tíðaverkir
Þurrkur, roði, þroti, kláði
Suð, hella svimi, nefstífla,
slímhúðarþurrkur
Flensulíðan, lengi að jafna
sig eftir sýkingu
Fótapirringur, dofi,
jafnvægisleysi & fl & fl.

Þegar ég segist ekki geta hitt þig er þetta ástæðan. 
Stundum læt ég mig hafa það & borga svo þrefalt fyrir það daginn eftir & ég lofa það er alveg þess virði. 

Að vera 29 ára & horfast í augu við það að vera með vefjagigt er ekki eitthvað sem ég bjóst við að þurfa að gera. Þegar ég hugsa til baka þá hef ég sennilega byrjað mjög ung að fá einkennin en engin kveikt á perunni fyr en núna síðustu ár. Ég þakka fyrir að þekkingin á þessum hvimleiða sjúkdómi aukist dag frá degi. 

Núna þegar ég er komin í starfsendurhæfingu þá mun ég læra betur að tækla þetta vandamál, ég mun læra að tækla verkina, geðsjúkdómana, sjálfa mig & lífið. En þangað til þarf ég þolinmæði & skilning. 

Ég er að gera mitt besta.
Ég er ekki löt – Ég er kannski bara að eiga erfiðan dag. 
Ekki dæma mig.

Takk Hannes, ástin mín fyrir að vera kletturinn minn & skýla mér þegar erfiðustu vindkviðurnar reyna að feykja mér til fjandans, takk fyrir að halda mér á jörðinni & leyfa mér aldrei að efast um sjálfa mig. Takk, takk fyrir þig. 
Ein athugasemd á “Ekki dæma.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s