Heima dekur fyrir jól

Velkomin í dekurkvöld Gunnsu!

Það sem við ætlum að byrja á er að kveikja á ilmkertum, vanillu ilmur verður fyrir valinu hjá mér. Næst setjum við á smá tónlist, skemmir ekki fyrir að setja á rólega jólatónlist.

Þetta er eitthvað sem ég mæli með fyrir ALLA að gera svona minnst 1x í mánuði.

Jæja, byrjum þetta!

Líkamsskrúbbur

Ég set sirka 1/2 bolla af haframjöli í blandara, set í skál og bæti 1/2 bolla af sykri, næst er það 2 msk af hunangi og síðast sirka 1/2 bolli olía, ég nota bara ólívu olíu. Blanda svo vel saman og skrúbba á líkamann í sturtunni.
Best að hafa þetta i lokaðri krukku svo þetta geymist lengur, takk mamma fyrir að kenna mér að hoarda allar krukkur.

Hármaski

Hef prófað margar svona heima uppskriftir og finnst mér þessi uppskrift vera með þeim bestu.
En ég blanda saman 1 egg, 1 bolli kókosmjólk og 1 msk ólívu olía. Blanda vel saman og nudda í rakt hárið og hafa í hárinu í 15-20 min. Hárið verður grínlaust skínandi eftir þennann.

Andlitsmaski

Ég útbý kamillute i lítinn bolla með tveim pokum, blanda svo 1 msk mulið haframjöl, 1 msk mulnar möndlur og 1/2 tsk ólívu olíu. Blanda vel saman og bera á hreint andlitið og láta liggja á í 15 min. Húðin verður æðisleg eftir á.

Fótabað

2 msk sjávarsalt, 1 msk matarsódi, 9 dropar af peppermint olíudropum, 9 dropar af sítrónu olíudropum og dass af sítrónusneiðum í skál/bala með heitu vatni í, sitja uppí sófa og njóta kertailmsins og tónlistinar.

Ég vona að þið njótið ♡

Ein athugasemd á “Heima dekur fyrir jól

Lokað er fyrir athugasemdir.