MAMMA MÁNAÐARINS

Mamma mánaðarins er nýtt hjá okkur og erum við mjög spenntar fyrir þessu.

Mamma Desember mánaðar er hörkudugleg þriggja barna móðir.


Hvað heitir þú og hvað ertu gömul?
Ég heiti Sandra Gunnarsdóttir og ég er 29 ára gömul 🙂

Hver eru áhugamál þín?
Áhugamálin mín eru fyrst og fremst að eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Vinnan mín er þó aðal áhugamálið mitt þessa dagana, en ég hef brennandi áhuga á börnum og öllu sem þeim tengist. Önnur áhugamál eru förðun og innanhúshönnun.

Hvað áttu mörg börn og hvað gömul?
Ég á 3 börn, Hafdísi Marý 7 ára, Erik Júlían 5 ára og Adam Óliver 15 mánaða. Síðan eigum við líka hund, hún er eiginlega elsta barnið okkar en Carmen verður 8 ára á næsta ári.

Hvað er það besta við mömmu hlutverkið?
Það besta við mömmuhlutverkið er að fá að fylgjast með börnunum vaxa og dafna. Það er líka svo ótrúlega gefandi að vera móðir og gefur lífinu svo sannarlega tilgang.

En versta?
Það versla, hmmmm…. Ætli það séu ekki svefnlausu næturnar! Sem betur fer gengur það yfir.

Hverjir eru þinir helstu kostir?
Ég er jákvæð, ég reyni að hugsa alltaf jákvætt og vera í kringum jákvætt fólk. Ég er líka rosalega metnaðarfull og ákveðin. Þess á milli er ég þó óörugg og kvíðin en ég á að það til að dæma mig mjög harðlega. Ég fer ekkert í felur með það að lífið er ekkert alltaf frábært og ég fer upp og niður eins og við flest 🙂

En verstu?
Ég get verið þrjósk og líka of umburðarlynd gagnvart öðru fólki. Ég á erfitt með að setja öðru fólki mörk og á það til að segja ‘já’ þegar mig langar að segja ‘nei’! Ég er meðvituð um þessa ókosti og er að vinna í þeim.

Uppáhalds matur?
Uppáhaldsmatur er sennilega bara pizza! Ég borða ekki mikið kjöt en mér finnst flest allir grænmetisréttir góðir, sérstaklega indverskir. Síðan grunar mig að ég sé með eitthvað skemmda bragðlauka því mér finnst sterkur matur góður.

Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann?
Ef ég mætti velja mér ofurkraft þá væri það sennilega að geta flogið. Það væri reyndar líka gaman að geta gert sig ósýnilegan. Ég á erfitt með að velja á milli!

Hvernig byrjaði Regnboginn verslun?
Hugmyndin af Regnboganum kviknaði í sumar. Mér og vinkonu (meðeiganda) fannst veruleg vöntun á litríkum unisex fatnaði hér á landi. Okkur fannst allt vera hálf litlaust, grátt, dökkblátt og fölbleikt. Við bjóðum því upp á litríkan fatnað og vönduð viðarleikföng og við leggjum áherslu á að kyngera ekki fatnað né leikföng. Okkar draumur er sá að börn geti valið því sem þau klæðast og að möguleikar þeirra séu endalausir en ekki fyrirfram ákveðnir út frá því hvaða kyni þau fengu úthlutað við fæðingu. Við leggjum einnig mikla áherslu á að flytja inn fatnað sem er framleiddur með sjálfbærni að sjónarmiði, þar sem hugað er að náttúrunni og sanngjörnum vinnuskilyrðum. Allur okkar fatnaður er GOTS vottaður og úr lífrænni bómull. Í Regnboganum bjóðum við einnig upp á vandað dót og leggjum við áherslu á að flytja inn leikföng úr opnum efnivið þar sem það ýtir undir sköpunarkraft og ímyndunarafl barnanna.

Er erfitt að stofna fyrirtæki með svona ung börn?
Það var mjög mikil vinna að stofna fyrirtæki ásamt því að sinna heimilinu og börnunum. Minn yngsti er 15 mánaða og er ennþá heima hjá mér og ‘hjálpar’ til við reksturinn! En þrátt fyrir mikla vinnu að þá er auðvitað forréttindi að geta verið heima með drenginn og sinnt rekstrinum líka

Eru þið með einhverja jólahefð?
Já, við erum með eina jólahefð og það er að við erum alltaf í náttfötum á aðfangadag. Við erum hvort eð er meira og minna að dressa okkur upp öll jólin fyrir jólaboðin og því finnst okkur tilvalið að vera bara í þæginlegum og kósý jólanáttfötum á aðfangadag. Kertasníkir hefur verið ansi duglegur við að gefa krökkunum náttfött í skóinn þannig þau eru afar heppin með það. Vonandi heldur hann því áfram blessaður 🙂

Í hvað dýfiru kjúklinganöggum í?
Hahaha! Ég myndi dýfa kjúklinganöggunum mínum í einhverja sterka og dásamlega sósu. Á góðum degi myndi ég jafnvel dýfa þeim í kokteilsósu. Það er þó skárra en homeblest með rækjusalati.

Ertu með opna samfélagsmiðla sem þig langar að deila með okkur?

Ég er með opið snapchat og reyni að vera dugleg þar inni 🙂 Snapchat: sandragunn89

Síðan erum við með instagram síðu fyrir Regnbogann undir nafninu: regnboginn_verslun og við reynum að vera duglegar að setja inn myndir og fleira skemmtilegt. Síðan minni ég auðvitað á heimasíðuna okkar www.regnboginnverslun.is !! 🙂

 

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: