10 staðreyndir

Sem ég fann við sjálfa mig.

1. Ég borða ekki gult nammi, það er eitrað & verkfæri djöfulsins & bara oj.

2. Ég borða kokteilsósa með Ö L L U.

3. Ég veð eld & brennistein fyrir þá sem ég elska, þó það þýði að mér sé drekkt í drullu, þá er það alltaf þess virði.

4. Ég er ásatrúar.

5. Steiktur fiskur er uppáhaldið mitt.

6. Ég er með fóbíu fyrir kisum.

7. Ég sef í sokkum.

8. Ég er fyndnari en þú. (Djóksamtekki)

9. Ég þoli ekki friends, harry potter, lord of the rings & þess háttar sull.

10. Mér gæti ekki verið meira sama hvað þér finnst um mig.

Frá öðrum séð :

1. „Áreiðanleg“

2. „Alltaf hægt að treysta á þig“

3. „Þú stendur fast á þínu“

4. „Þú stendur fast við bakið á vinum þínum“

5. „Skipulagsfrík“

6. „Þú ert svo gleymin að það er vandamál“

7. „Þú ert þrjóskari en andskotinn“

8. „Skyndiákvarðanirnar þínar eru 90% geggjaðar“ ÞETTA SAGÐI MAÐURINN MINN, OKBÆ.

9. „Þú ert þrifóð“

10. „Besta mamma í heimi“

I love it – Mæli með að allir geri þetta! Gott fyrir egóið!